Copyblogger / @copyblogger

Jæja – ég er búin að finna blogg sem ég ætla að fylgjast með næstu vikurnar.  Þetta verður lærdómsríkt.  Ég fann þetta blog undir einum lyklinum á síðu Hróbjarts:

https://www.diigo.com/profile/hrobjartur/marketing%20blogs

50 Marketing Blogs You Should Read Everyday | Vero Email Marketing Blog

https://www.copyblogger.com/live-podcast-recordings/

Þetta blogg er sem sagt eitt af þeim 50 markaðsbloggum sem sagt er að „ég“ og sennilega „þú“ þ.e. „við“ ættum að lesa á hverjum degi.

Eigandi copyblogger er Brian Clark og kemur fram á síðunni að hann hafi byggt upp margmilljóna tæknifyrirtæki með þessu bloggi. Hann selur „pickaxes“ eitthvað úr tölvuleiknum minecraft held ég – og hýsingu Word Press plugin, og eitthvað tengt menntun … Fram kemur að viðskiptamódelið hans og bloggið séu bæði þess virði að því sé veitt athygli.

Um leið og ég skráði mig inn á bloggið var mér boðið að taka þátt í ókeypis bloggnámskeiði … Snjöll markaðssetning …. nákvæmlega það sem mig vantaði  og „notalegt“ að vita að Copyblogger veit hvað ég þarf …  🙂 …  Óttast samt að póstboxið mitt tútni út.

Hef litla hugmynd um til hvers þetta muni leiða. Bíð spennt eftir að sjá til hvers þetta leiðir og hvar það endar … sem ég efast um að það geri.

Og nú er ég líka spennt að vita hvar þetta birtist á vef fullorðinna námsmanna 🙂 … Tek afrit af þessari færslu til vonar og vara svo ég týni ekki færslunni 🙂 … Líður eins og ég get ímyndað mér að mér hafi liðið þegar ég var að læra að ganga.

 Ég hélt að þetta mundi birtast undir flokknum „bloggvaktin“ en í stað stendur „uncategorized“ efst … veit ekkert hvar þetta er á vefnum …

Ég þarf sennilega  hjálp við að koma þessu á réttan stað á vef námsfullorðinna. HJÁLP !!!!!!

Mér tókst að flytja þetta á réttan stað 🙂 … Áttaði mig á því allt í einu að vefurinn hans Hróbjarts er ein allsherjar „magical“ wordpress síða …. þar sem ég get unnið inni í / inni á síðunni … og þá tengdi ég eitthvað heilmikið saman …. þetta small saman 🙂 … Mér finnst athyglisvert að hugsa til þess að ég áttaði mig alls ekki á þessu á síðasta námskeiði á námsleiðinni nám fullorðinna … óð óvissuna upp í axlir … miður mín yfir staðsetningarleysinu (e. positioning)  og ringlinu sem því fylgdi.  Ég held ég sé að ná áttum.

Ég er komin með bloggið í réttan flokk – bloggvaktina 🙂 … Þvílíkur lærdómur 🙂

Og þá er hægt að byrja að skoða og flytja bloggfréttir 🙂 … Ég hlakka til að læra meira um fyrirbærið „blogg“.

 

Skildu eftir svar