Bókaklúbburinn kominn í loftið

Þá er ég búinn að setja upp bókaklúbb fyrir okkur.    (Sjá líka tengil efst hægramegin í efnisyfirliti vefsins.) Um er að ræða umræðuþræði. Þeir auðvelda okkur að fylgjast með umræðunni.

1) Þú býrð til nýjan þráð fyrir hvern kafla. Skrifaðu kaflaheitið í reitinn „Topic Title“. ATH í gráa reitnum sést að ég er búinn að búa til þráð fyrir fyrsta kaflann:

2) Þú tekur þátt í umræðunni um hvern kafla með því að opna fyrst þann þráð, og svara þar.

3) Taktu líka eftir „Brauðmolunum“, þeir sýna þér hvar þú ert stödd/staddur í umræðunni:

Skiptumst á að sýna leiðtogahegðun með því að koma umræðunni af stað. Skrifið spurningu sem byggir á lestri ykkar á kaflanum og tengir umræðuna við okkar veruleika.

Setjið svo að sjálfsögðu líka inn aðrar spurningar: Ef þið skiljið ekki eða viljið ræða afmarkaða hluta kaflans o.s.frv.

Þetta er svæði til að velta bókinni og lestrinum fyrir sér.

Ef þú lest eitthvað annað en þessa bók og vilt ræða það, getur þú annað hvort búið til nýjan þráð, eins og þráð fyrir hvern kafla í bókinni, eða búið til bloggfærslu og beðið okkur um að svara í athugasemdunum þar 🙂

Bloggfærslur geta verið sýnilegar öllum, eða bara þeim sem eru skráðir inn í kerfið. Ef þú vilt að bloggfærsla sé aðeins sýnileg þeim sem eru skráð inn í kerfið þá merkir þú hann sem Einkamál undir fyrirsögninni „Sýnileiki“.