Námskeiðið fer af stað, haustið 2017

Námskeiðið Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna hefst með stuttum fundi þriðjudaginn 29. ágúst. kl. 15-16:30 í stofu H-001. Það verður hægt að taka þátt í fundum námskeiðsins yfir netið: 

Þangað til er um að gera að skoða kennsluáætlun og bókalista ásamt því að kanna þennan vef aðeins. Hann hefur verið notaður á námskeiðinu í nokkur ár. Þannig að hér eru spor eftir fyrri nemendur. Kíkið endilega á handbókina, hún er skrifuð af nemendum.

Þá er um að gera að panta aðal bókina strax. Ætli það sé ekki fljótlegast og ódýast að panta hana notaða.

Ég hlakka til að sjá ykkur á fundinum!