Mér finnst áhugavert að lesa/sjá/skoða hvernig tekið er á móti mér nýliðanum á Copblogger.
Í fyrsta bréfinu kemur fram að Copyblogger er búið að vera til frá árinu 2006 og að í gegnum tíðina hafi þeir veitt mikið af upplýsingum um atriði eins og höfundarétt, samfélagsmiðla, áætlanir, og hvernig á að byggja upp árangursrík fyrirtæki af þessari gerð.
Með árangri á Copyblogger er átt við … árangur þar sem sálin er nærð annars vegar og hins vegar árangur sem sér til þess að hægt sé að borga allra reikninga.
Lesandinn er varaður við því að á síðu Copyblogger sé svo mikið af upplýsingum að lesandinn gæti verið að velta fyrir sér hvar ætti að byrja.
Fram kemur að eigendur Copyblogger velti því oft fyrir sér hvaða upplýsingar og ráð sé mikilvægastar fyrir gesti sína. Þeir hafi tekið bestu upplýsingarnar, endurraðað þeim, endurunnið þær, og gert þær eins vinalegar og hægt er.
Þetta eru allt atriði sem mér finnst frábært að hafa í huga ef kæmi að þeirri stundu að ég mundi halda úti bloggi.