Ég held áfram þessu Flipboard ævintýri mínu. Þetta nýja viðmót er aðeins farið að venjast og nú þarf maður helst að passa sig á því að hanga ekki og lesa áhugaverðar greinar tímunum saman. Á eftir að læra á ýmsar stillingar en held áfram að safna áhugaverðu efni um markaðsmál og samfélagsmiðla. Nú hef ég verið að lesa ýmsar greinar um mikilvægi myndrænnar framsetningar á samfélagsmiðlum. Myndrænir miðlar á borði við Instagram og Snapchat eru að taka yfir prentmiðla á borð við Facebook og Twitter. Einnig er mikið um að við þurfum að nýta myndbönd í miklu mæli og er þar aðallega talað um Youtube í því samhengi sem virðist eiga vinningin í dreifingu myndbanda á netinu. Í áhugaverðri grein á Buissness Insider UK er farið yfir þá vinnu sem Google er að vinna að til að gera auglýsendum kleift að útbúa hundruðir og jafnvel þúsundir útgáfna af auglýsingum sínum til að höfða til markhópa.
„The company is on a mission to convince advertisers that more relevant ads — tailor made for a certain viewer’s profile — will have a much bigger impact on consumers.“
Þannig verður hægt að ná til ákveðinna markhópa með myndrænum hætti og neytandinn telur að skilaboðin séu til sín. Þarna má vissulega segja að samfélagsmiðlar og auglýsingabransinn séu í sífellt meira mæli að renna saman. Meira um Flipboard reynslu mína í bloggvakt næstu viku.