Ég hef gaman að vera í markaðsetningar áfanganum og foreldrafræðslunni samhliða og oft á tíðum átta ég mig ekki á því hversu úthugsuð markaðsetningin er. Ég var t.d. að hlusta á fyrirlestur núna með Jean Illslay Clark þar sem hún var að segja frá því að hana langaði að kaupa handa barnabarninu sínu náttkjól sem var ekki með e-h merkingu framan á náttfötunum. Þegar hún fann eftir mikla leit, kjól sem var bara með blómið eða e-h álíka pakkar hún honum inn og gefur henni. Þegar stúlkan opnar pakkann þá lítur hún á merkimiðann og segir ég fíla þessa “brand” áður en hún skoðar kjólinn.
Þar kemur þetta orð BRAND aftur upp, sem ég hef heyrt svo oft áður, í þetta sinn ákvað ég að fara í smá leit og skoða hvort ég dytti inn á góðan fyrirlestur sem útskýrði þetta hugtak fyrir mér. Í leiti minni datt ég inn á skemmtilegan TED fyrirlestur með Morgan Spurlock, hann segir skemmtilega frá. Hann talaði um að vilja gera bíómynd sem er algjört gegnsæi (transperanc) þ.e.a.s. markaðsetningin í myndinni. Hann leitaði til hinna ýmsu Branda í til aða kanna hvort þau vildu vera með í bíómyndinni og fá vörumerkið sitt á skjáinn, honum til undrunar var lítil þátttaka. Það virtist vera að þau vildu vera a skjánum en ekki með fullkomnu gegnsæi. Vandamálið virtist því vera gegnsæi og grínaðist hann með það í fyrirlestrinum að þegar hann sló inn gegnsæi þá kom mynd af konu í gegnsæjum bol.
Í fyrirlestrinum komu líka upp hugtök eins og Brand Identaty/Brand personality sem mig langar að kynna mér frekar því þar sem ég mun í framtíðinni selja mína þjónustu og þarf því að BRANDA sjálfan mig. Ég sé að hér inni eru fleiri búin að vera að velta fyrir sér þessu hugtaki sem ég hlakka til að kynna mér betur.
Þetta er svona fyrilestur sem mig langar að horfa á aftur þegar ég er komin inn í markaðsetninguna á fullu því það var svo mikið að efni sem hann fór yfir sem ég kannski var ekki alveg að ná, ég lofa fyrirlestrinum að fylgja hér með ef þið viljið kíkja á hann.
https://www.youtube.com/watch?v=Y2jyjfcp1as
Skemmtilegar pælingar @rakelgud. Það eru margir að skrifa um „personal branding“ um þessar mundir (sjá leit í YouTube) Það var Tom Peters sem kom þessari hugsun af stað fyrir 20 árum síðan, og hefur bókin og bloggfærsla hans á „Fast Company“ lengi verið staðurinn til að byrja að lesa um þetta. Mér finnst áhrifaríkt það sem hann virðist hafa „tíst“ einhvern tíman: „An effective „Brand You“ is not a „marketing promise,“ it is a track record of demonstrated/sustained excellence.“ Sjá hér
Góð tilvitnunin í Peters … það væri gaman að skoða það sem hann hefur sagt…
Takk fyrir þetta @hrobjartur
Þetta fanst mér áhugavert í linknum sem þú sendir „An effective brand you is 10% vision, 90% execution.“
Mjög spennandi pælingar um „branding“ og það hvernig hver og einn þarf að „branda“ sjálfa/n sig svo að aðrir geri það ekki 🙂 … Takk fyrir þessar pælingar.