Markaðsrannsóknir á netinu.

Hafið þið ekki tekið eftir öllum þessum prófum/könnunum sem er verið að bjóða okkur að taka á netinu.  Ótrúlega sniðugt og oft fyndnar niðurstsöður.

En hvað býr að bak við þetta…… jú auðvitað markaðsrannsóknir og hegðun okkar skráð á netinu af þeim sem setja þetta inn. Við gefum aðgang að öllum upplýsingum sem eru t.d. á Facbook hjá okkur og þeir sem standa fyrir þessum „prófum“ greina okkur og skrá það niður. Hvað er svo gert við þessar upplýsingar.  Jú það er verið að greina áhugamál okkar og kortleggja nethegðun okkar. Það sem mér finnst eins og er merkilegasta notkun á því sem verið er að nota svona upplýsingar í er að það verið að skrá mannlega hegðun til þess að útbúa vélar með gervigreind. Það er sem sagt fyrirtæki sem eru að kaupa nethegðun okkar og greina mannlega þáttinn.

Það hafa verið búin til margskonar forrit þar sem tölvur, þegar þær hafa verið mataðar upplýsingum vinna mörgum sinnum hraðar en mannsheilinn. Þar er tæki eins og vasareiknir einna þekktastur, forrit sem er hægt  að tefla skák við en ógjörningur að vinna því það hefur verið forritað með öllum hugsanlegum leikfléttum.  Heimsmeistari í skák í dag er tölva…..

Allt þetta hefur orðið til vegna markaðsetningar á margvíslegu efni sem við skoðum, tökum þátt í og oftast án þess að hugsa út í það hvað býr á bak við .

 

 

One thought on “Markaðsrannsóknir á netinu.”

Skildu eftir svar