Copyblogger – Lexía 3

Ég er sem sagt á fríkeypis námskeiði hjá Copyblogger um „blogging“ … fæ reglulega póst í pósthólfið mitt með margvíslegum góðum ráðum og tengingum á ýmsa hlekki …

Copyblogger-hópurinn (e. team) er orðinn eins og einn af vinum mínum … þau/þeir/þær heilsa mjög kumpánlega og virðast mjög „kúl“ eins og einhver tengdi við HR í staðlotunni 24. október 2017.  Þegar ég fer að blogga fyrir alvöru ætla ég að hafa þetta í huga hvernig ég heilsa bloggvinunum mínum.

Lexía 3 byrjar svona:  „Hi there! It’s the Copyblogger team again.“  Eins og það sé heill hópur hér á ferð. Við erum svo sannarleg orðnir vinir/vinkonur og það bara í upphafi þriðju lexíu.

Svo koma skilaboð dagins til grænjaxlsins:

„Við viljum bara vera viss um að þú sért að fá netpóstinn frá „My Copyblogger“ eins og þú óskaðir eftir. Ef þú hefur ekki fengið fyrstu tvö bréfin skaltu skoða „spam“ pósthólfið eða „junk“ hólfið.

Þeir sem deila netföngum breyta oft því hvernig þeir meðhöndla hlutina … já, næstum daglega, en ef þú „hvítlistar“ (e. whitelist) okkur (þ.e. news@copyblogger.com) eða skráir okkur sem öruggan sendanda (e. safe sender) ættu hlutirnir að ganga tiltölulega vel fyrir sig.

En hvað sem þessu líður þá erum við mjög ánægð með að hafa þig um borð, og vonum að þú fáir tonna virði með því að taka þátt í þessu netpóstanámskeiði.

…. Svo kemur það sem Hróbjartur talaði um á námskeiðinu í dag 24. október 2017 … að hingað til hefur allt verið ókeypis en núna er hugsanlegt að fara að versla eitthvað pínulítið af vinahópnum mínum:

„p.s. við fáum mikið af spurningum þar sem fólk er að spyrja hvort við getum unnið með „maður á mann“, eða svarað spurningum frá einstaka fyrirtækjum. Við getum gert það … það er innan okkar valdsviðs … það er mögulegt innan þessa námskeiðs … Af því að þú skráðir þig á námskeiðið ert þú gjaldgeng/ur fyrir sérstakt verð. Við munum senda þér nánari upplýsingar um þetta innan fárra daga.

Fyglstu með netpóstboxinu þínu, því að í næsta bréfi, munum við fjalla sérstaklega um það sem þarf til að gera gott innihald (e. content) að frábæru innihaldi.“

Já, það fer að nálgast þetta með að vita hvað felst í góðu innihaldi.

 

Skildu eftir svar