Copyblogger – Lexía 4

Jæja, þá er komið að þremur mikilvægum atriðum sem varða gæðablogg að mati Copyblogger hópsins.

Blogg getur orðið mjög vandræðalegt að sögn Copyblogger hópsins.

Fólk hefur spurt þau á Copyblogger hvers vegna síðan þeirra hafi misst vinsældir sínar hjá leitarvélum – það hefur áhyggjur af því að lesendum hafi fækkað og færri fara inn á síðuna þeirra.  Copyblogger hópurinn segir að slíkt ráðist fyrst og fremst af því að innihald bloggsins sé bara svona lélegt – að innihald bloggsins sé líflaust, karakterlaust og lesandinn hafi ekkert gagn af því að lesa bloggið eða að bloggið hafi ekkert skemmtanagildi – og fyrirsagnirnar séu hörmung. Lesendur sleppa því að lesa slík blogg.

  1. Bloggið verður að vera gagnlegt.

Efni bloggsins verður að hjálpa lesendum að leysa einhver vandamál eða taka á einhverjum viðfangsefnum sem þeir eru að takast á við. Þess vegna er gagnlegt að byrja bloggið á „hvernig“ (e. how to) og í framhaldi af því að hugsa vel um það hvernig hægt er að ljúka setningunni þannig að hún veki áhuga og athygli. Hluti af því að gera innihaldið gagnlegt fyrir lesandann er að lesandinn upplifi bloggið sem vinalegt eða vingjarnlegt (e. friendly).

  1. Bloggið verður að vera áhugavert

Gott blogg verður að vera persónulegt. Það þarf að búa yfir ákveðnum stíl. Það verður að fela í sér ákveðið „vald“. Það er æskilegt að slegið sé á létta strengi, að í blogginu sé varpað fram ákveðnum skoðunum á tilteknum málefnum, það sé aðlaðandi og endurspegli mikinn áhuga á málefninu. Það má ekki vera þurrt eða innihaldssnautt.

Ef lesandinn vill bara fá tilteknar staðreyndir um ákveðið efni fer hann á Wikipedia. Þegar hann vill fá áhugavert efni, tilteknar skoðanir á málefni, litrík sjónarmið og krydd í tilveruna – getur þú stigið inn með grípandi blogg.  Það sem skiptir máli er að bloggarinn komi skoðunum sínum á framfæri á áhugaverðan máta – slái í gegn!

Ef bloggarinn verður of „fræðilegur“ eða bloggið virðist koma frá stóru fyrirtæki er kominn tími til að staldra við. Þá er bloggarinn á rangri leið. Bloggið á að vera persónulegt, vinalegt og þannig úr garði gert að það sé eins og bloggarinn sé búinn að sjá í gegnum vandamálið eða viðfangsefnið sem er til umræðu.

  1. Bloggið verður að vera grípandi (e. cookie)

Þegar þú ert að senda netpóst, blogga, búa til myndbönd, bæklinga eða annað efni sem er bæði gagnlegt og mikilvægt er mikilvægt að efnið sé grípandi.

Grípandi efni hrósar lesandanum fyrir að lesa bloggið og deila því. Í hvert skipti sem lesandi bloggsins ýtir á „linkinn“ þinn, opnar netpóstinn, eða deilir efninu, gerast góðir hlutir – þá er gagnlegum, áhugaverðum og vingjarnlegum upplýsingum miðlað.

Bloggarinn verður að setja sig í spor lesandans og spyrja sjálfan þig hvort  bloggið sé einhvers virði fyrir lesandann. Hjálpar bloggið lesandanum að nálgast markmiðin sín? Er bloggið skemmtilegt? Er áhugi lesandans vakinn á málefninu? Er útlit síðunnar notalegt? Er aðgangur að síðunni þægilegur? Er innihaldið hannað þannig að það sé auðvelt að lesa það? Virkar bloggið þó notuð séu ólík tæki og/eða tækni til að nálgast það?

Gagnlegt og áhrifaríkt blogg er hornsteinn „innihalds markaðssetningar“ (e. content marketing) …  og laðar fljótt að sér mikinn fjölda lesenda – og hugsanlegra viðskiptavina.

Og nú er komið að fyrstu heimavinnu Copyblogger hópsins.

Þar eiga nemendur að huga að hugsanlegum vandamálum lesendahópsins … vandamálum sem hægt væri að bregðast við. Hvað er að valda lesendunum áhyggjum? Hvað getur bloggarinn fjallað um sem gerir líf þeirra bærilegra? Bloggarinn er hvattur til að leiða hugann að þessu (e. brainstorm), taka saman lista yfir allt sem kemur upp í hugann  og byggja frekari skrif á hugmyndunum.

Skildu eftir svar