Margar samsæriskenningar fjalla um hvernig snjalltækin á heimilum eru að hlera það sem verið að ræða. Hvort sem það er Alexa, google home eða snjallsímarnir sem liggja fyrir framan okkur. Þá telja samsæriskenningarnar að stóru aðilarnir á markaðinum séu að fá upplýsingar um okkur og nota þær í auglýsingar.
Það hafa komið upp augnablik þar sem þetta þessar kenningar fá byr undir báða vængi, því að umræður t.d í kaffistofunni voru um vetrardekk og svo þegar farið er næst á samfélagsmiðla þá er það fyrsta sem kemur upp auglýsingar um vetrardekk.
Við vitum öll að þegar er leitað að einhverju á t.d google eða farið inn á vefsíður og keypt einhverja ákveðna vöru þá verða auglýsingarnar mjög litaðar af því.
Stór þáttur af þessu er google analytics sem flest allar vefsíður eru með, þetta safnar gögnum um þá sem koma inn á síðuna og sýnir fyrirtækjum hvað notendur þeirra voru að skoða. Hverju þeir voru að leita að eða hvað þeir hafa mestan áhuga á. Með þessum upplýsingum er mögulegt að hanna og markaðsetja vörur og þjónustur með nokkurri vissu að fyrirtækið nái til síns markhóps.
Margir telja að þetta brjóti á persónuvernd, en samkvæmt vefsíðu Persónuverndar er það ekki. Þegar við förum inn á vefsíðu þá samþykkjum við (í flestum tilvikum), borða sem segir að þessi síða noti vefkökur (e. cookies). Þar með hefur notandinn gefið upplýst samþykki að þessi vefsíða megi nota notendaupplýsingarnar þeirra til þess að búa til og markaðsetja persónulegar og einstaklingsmiðaðar auglýsingar.
Þetta er frábær leið til að koma vöru og þjónustu til markhóps en satt best að segja þá getur þetta verið pirrandi stundum.