Apple style

Markaðsfræði hefur verið mjög áhugavert fag. Mér finnst að því meira sem ég kafa ofaní hana því meiri áhuga vekji hún. Branding hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég er mikil Apple manneskja og mér finnst það  brand svo fallegt, stílhreint og öll tæki tala sama tungumálið. Ástæðan fyrir því að ég skipti úr PC yfir í mac var í kjölfar þess að iphone komst á markað. Ég eignaðist snemma iphone síma og heillaðist að öllu umhverfinu og ákvað í framhaldi að fjárfesta í ipad og macbook og síðar imac. En brandið er svo sterkt. Það nær manni á allan hátt. Einfaldleiki er í forgrunni í öllum tækjum, stýrikerfum og umbúðum. Í samhengi við þetta fór ég að hugsa um markaðssetningu námskeiða. Námskeiðið mitt þarf að vera Apple style. En hvernig geri ég námskeið Apple style? Ég þarf að fara í gegnum markaðs greiningu og fara í gegnu allt það ferli og greina markaðinn vel. Einnig er mikilvægt að ég geri námskeiðið þannig að það höfði til markhópsins. En mögulega er mikilvægasta skrefið auglýsingin.  En í samhengi við Apple, þá auglýsa þeir ekki mikið í opnum auglýsingum. Þeirra herferðir eru yfirleitt í gegnum sjópnvarpsþætti og bíómyndir, sem er virkilega áhugavert. En gott námskeið nær væntanlega ekki miklu flugi ef auglýsingin er ekki góð. Það kveikir ekki áhuga nemenda ef auglýsingin er ekki nægilega öflug eða ef hún talar ekki beint til þeirra. Auglýsingar mega ekki vera hógværar. Ja, nema ef um Framsóknarflokkinn sé að ræða. Hann auglýsti grimmt með mjög svo hógvært slagorð og náði miklum árangri. Er það auglýsingaherferðin sem virkaði þar? En ég sé sem sagt fyrir mér að námskeiðið hafi grípandi og áhugahvetjandi auglýsingu. Markhópurinn minn þarf að upplifa að hann sé að missa af einhverju ef hann mætir ekki á námskeiðið.

One thought on “Apple style”

Skildu eftir svar