Með þessum skrifum mínum er ég að velta fyrir mér ýmsum hliðum hugmynda og úrvinnslu þeirra. Flestallt sem við neytum og njótum byrjar sem hugmynd, hver vara byrjaði einhvern tímann sem hugmynd sem síðan varð að veruleika eftir ákveðið sköpunar- og þróunarferli. Hugmyndir eru misgóðar og margir fá vafalaust sömu hugmynd á sama tíma, en munurinn á úrvinnsla þeirra getur verið mjög mismunandi og ráðið úrslitum um velgengni og líftíma hugmyndarinnar. Það er oft sagt að það kosti pening að eignast pening og held ég að í því felist mikill sannleikur. Þegar hugmynd er færð yfir í veruleika þarf að hafa átt sér stað langt og ítarlegt ferli þar sem allar hliðar markaðarins, kostnaðar, hagnaðarvonar, framleiðslugetu, mögulegrar samkeppni og nýnæmi eru skoðaðar ásamt fleiri þáttum. Slíkt ferli kostar mikla peninga, mikinn tíma og heilmikið úthald. Það er lykilatriði að hafa trú á hugmyndinni og því að hugmyndin geti orðið verðmætaskapandi.... Meira...
Allar færslur eftir Áslaug Baldursdóttir
Nostalgía
Flestöll þekkjum við það að upplifa nostalgíu. Nostalgía tengist yfirleitt gömlum minningum, tilfinningu og upplifunum. Samkvæmt Vísindavefnum er skilgreiningin á nostalgíu eftirfarandi:... Meira...
Slæm markaðssetning / bloggvaktin – Seth Godin
... Meira...