Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég hef lítið velt fyrir mér markaðsmálum þar til nýlega. Nú er ég að pæla í öllu því sem ég sé í kringum mig, auglýsingum í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum, í útvarpi, í bæklingum og annars staðar. Ég er að velta fyrir mér virði vörumerkja og fyrirtækja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér sögu merkja og þeim hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra og hafa leitt þau á þann stað sem þau eru á í dag eða vinnunni sem liggur að baki merkis. Núna mun ég pæla meira í þessu, sérstaklega kjarnavirði fyrirtækja og vörumerkja, hver gildi þeirra eru og hvað þau gera til þess að framfylgja þeim. Hugsun mín er orðin gagnrýnni gagnvart auglýsingum og nú allt í einu sé ég hvað sumar auglýsingar eða slagorð eru frábær en önnur bara alls ekki.
... Meira...
Greinasafn fyrir merki: ég
Björgum Örnu Björg
Hvað er ég !
Markaðstæki já líklega er ég það en hvernig á ég að fara að því að nýta mér það ! Það er ég sem er ímyndin út á við. Hvernig fer ég að því að nota þessa ímynd til markaðssetningar á mínum vinnustað eða á því verkefni sem á við herju sinni.
Stattu með þér og trúðu á þig: Það sem ég vil leitast við að gera og nota að leiðarljósi er fyrst og fremst að standa með sjálfri mér, hafa trú á því sem ég er að gera, að boðskapurinn sé réttur og í samræmi við mína persónu og það sem ég stend fyrir. Það ætti að koma mér langt, ef ég trúi ekki á sjálfan mig hver gerir það þá !
Vertu allstaðar: Ég þarf að vera merki út á við og tákn, það að munað sé eftir mér og fyrir hvað ég stend er gott. Ég vil að allir þekki mig og ég vil vera allstaðar. Við meigum ekki gleyma að vörumerkið er ekki bara merkið, þú ert merkið bæði út á við sem inn á við. Orðstír merkisins skiptir máli, hvað þú segir, hvernig þú talar, félagar, samstarfsmenn og viðhorf þín allt skiptir þetta máli ásamt mun fleiri þáttum. Hugsaðu um það sem þú gerir og hvernig þú byggir upp þína ímynd
Önnur hugtök sem myndu hjálpa mér mikið í markaðssetningu og gætu reynst mér vel eru; öðruvísi, samvinna og þarfir. Ég vill ekki endilega vera eins og allir aðrir, ég vill stand upp úr fjöldanum. Af hverju ÉG en ekki Jón og allir hinir ! Ég er öðruvísi þess vegna manstu eftir mér. Ég náði að skilja eitthvað eftir, kannski í myndbrotum hugans eða á annan hátt. Samvinna skiptir miklu máli því sýn mín er ekki endilega sú sama og hjá Jóni ef við höldum áfram að tala um Jón og alla hina. Ég er ekki best í öllu en með samvinnu getum við náð langt. Þarfirnar þarf ég að hlusta á , reyna að greina og skilja. Þær eru mismunandi eftir landshlutum, árstíðum, búsetu, hópum, aldri og fleira.
Allt eru þetta verðugar áskoranir að takast á við og ætla ég að gera það með jákvæðum og opnum hug.
... Meira...