Greinasafn fyrir merki: framhaldsskólar

Markaðssetning framhaldsskóla

Stór hluti af vinnu minni í liðinni viku fór í það að heimsækja fjóra framhaldsskóla á vesturhluta landsins sem eru hluti af Fjarmenntaskólanum (fjarmenntaskolinn.is) og ræða við fólk þar um sameiginlega uppbyggingu starfsnáms á landsbyggðinni.  Þó viðfangsefnið væri ekki með beinum hætti markaðssetning þá var hún töluvert umfangsmikil í umræðunni.  Ef til vill að hluta til vegna þess að ég er upptekinn af henni þessa dagana en einnig af því að unnið er markvisst að henni.  Í einum skóla fer kennari til dæmis skipulega í fyrirtæki á svæðinu og ræðir við starfsmenn um menntun.  Í öðrum er unnið skipulega að markaðssetningu til að viðhalda ímynd skólans og höfðað til foreldra og nemenda með heimsóknum þeirra í skólann í vel skipulagðri dagskrá; vel ígrunduð stefna og markaðssetning.  Einnig rætt um hvers vegna skólar ná ekki til nemenda sem þeir eiga og þurfa að þjóna.  Fannst eftir heimsóknirnar að það myndi gagnast skólunum mjög vel að fara í gegnum skipulagða markaðsvinnu þar sem horft yrði til þarfa, nemenda, fyrirtækja og samfélags.... Meira...