Í síðustu viku vann ég með Auði og Særúnu í því að skoða markaðssetningu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Áhugaverðar pælingar komu út úr því og mjög ganglegt að fá endurvarp á þær á vídeófundinum. Kaflar 5 og 6 í bók Kotlers & Fox voru mjög gagnlegir til að ramma verkefnið og um leið pælingarnar inn. Þegar ég er að skoða menntakerfið á Íslandi að undanförnu koma upp sömu pælingar. Af hverju er kerfið og áherslur þess svona nemendamiðað en ekki samfélags- eða atvinnulífsmiðað? Getur það tengst einstaklingshyggju okkar á vesturlöndum og er kjarninn í henni ef til vill markaðshyggja? Markaðshyggja og markaðssetning er ekki það sama en skylt þó, áherslna á viðskiptavininn, er það ekki, sem oftar en ekki er skilgreindur þröngt. Þarf ekki markaðssetning menntastofnana í auknum mæli að beinast að samfélagi og atvinnulífi? Mér finnst það. Markaðssetning án markaðshyggju eða hvað?... Meira...