Greinasafn fyrir merki: Tengsl

að skapa Tengsl og að segja sögu

Seth Godin stiklar á stóru í síðasta hlaðvarpsþætti sínum um „Seth Godins’ Startup School“ frá 1. júlí 2013: „Distinct and Direct“. Aðal umræðuefnið er hvernig skapa megi tengsl við væntanlega viðskiptavini og hann nefnir ýmsar sniðugar leiðir. Hann mælir t.d. með að nota tölvupóst frekar en t.d. Twitter færslur til að halda tengslum. Eitthvað sem kom mér svolítið á óvart þar sem ég hélt að tölvupóstar væru að verða úrelt fyrirbæri – sérstaklega í markaðssetningu. En eins og Seth bendir á: Fólk sem skráir sig á póstlista hjá þér treystir þér en fólk sem lækar Twitter færslu frá þér er fljótt að sveipa áfram í næsta og gleymir þér svo um leið. Tölvupóstar og ekki síst tölvupóst-listar eru því verkfæri sem er vel þess virði að vinna áfram með. Það sama kom reyndar fram á vef-námskeiði sem ég sótti nýlega varðandi tölvupóstforritið Mailchimp sem mér skilst sé eitt mest notaða tölvupóstforritið í markaðssetningu fyrirtækja í dag. Ég mæli með að skoða þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða varðandi hönnun á tölvupóstum, uppsetningu póstlista og sjálfvirkar póstsendingar af ýmsu tagi.... Meira...