Markaðssamskipti
Hlutverk markaðssamskipta... Meira...
Hlutverk markaðssamskipta... Meira...
Af hverju velur fólk að sækja nám við tiltekna menntastofnun og á hverju byggir það val? Fyrst og fremst þarf námið að byggja á faglegum grunni í viðfangsefnum, sem tiltekinn hópur telur vera brýn, fræðandi, skemmtileg og/eða áhugaverð – eða í besta falli sambland allra þessara þátta. Verðlagningin verður að vera þannig að raunhæft sé að væntanlegir nemendur, vinnustaðir eða stéttarfélög séu tilbúin að greiða fyrir það. Og loks þarf staðsetningin að vera aðgengileg og aðbúnaður ásættanlegur. Upplýsingum um þessa þætti þarf svo að koma tímanlega á framfæri við væntanlega nemendur, helst á bæði traustvekjandi og grípandi hátt.... Meira...
„If you don‘t know where you are going, any road will take you there“.... Meira...
Í þessum kafla er fjallað um markhópa- og þátttakendamiðaða markaðssetningu þ.e. við höfum í fyrirrúmi þarfir markhópsins eða þeirra sem markaðssetningin beinist að, þ.e. þátttakendanna, og skoðum hvernig miða megi fræðsluna við þá sem eru líklegir að sækja hana.... Meira...
Andreasen, A. R. og Kotler, P. (2008). Strategic Marketing for Nonprofit Organizations. (7. útg.). New Jersey: Pearson Education.... Meira...
Allir þeir sem koma að rekstri fræðslustofnana verða varir við stöðugar breytingar í umhverfinu sem ekki verður við ráðið og óhjákvæmilega hafa áhrif á allt í senn, reksturinn, framboð og eftirspurn náms og námsleiða hverju sinni, samkeppnisaðila og utanaðkomandi ástæður. Þessar stöðugu breytingar hafa áhrif á hvaða leiðir eigi að fara í markaðsfærslu hverju sinni og mati á þeim, og í öllu markaðsstarfi er nauðsynlegt að meta árangurinn, sama hver starfsemin er að öðru leyti. Og þegar fyrirtæki hafa eytt tíma og fé í markaðsfærslu er nauðsynlegt að kanna og skoða hver árangurinn raunverulega er. Það er breytilegt eftir eðli starfsemi hvernig markaðsáætlunin er og um leið er breytilegt hvernig best sé að meta á árangurinn. Matið miðar að því að skoða heildarútkomu markaðsfærslunnar og hvort markmiðum hafi verið náð, auk þess að skoða hvað gekk vel og hvað þarf að gera öðruvísi.... Meira...
Þegar ákveðið er að bjóða upp á nýja þjónustu eða nýtt námstilboð sem beinist að samtökum eða einstaklingum, þarf að huga að ýmsum þáttum. M.a. þarf að afla upplýsinga um markaðinn, hafa í huga hvaða þarfir og óskir eru til staðar í samfélaginu, hjá fyrirtækjum/stofnunum og einstaklingum. Síðan þarf að hafa í huga hver markhópurinn er, hvenær og hvar eigi að bjóða upp á þjónustuna. Allt eru þetta þættir sem skipta máli þegar viðskiptavinur tekur ákvörðun um hvort hann eigi að skrá sig á námskeið eða ekki.... Meira...
Þessum kafla er ætlað að fjalla almennt um markaðsfærslu. Hvað er þetta fyrirbæri, hvernig getur góð markaðsfærsla stuðlað að vexti bæði fyrirtækja og menntastofnana (þ.e. skipulagsheilda)? Hvernig auðveldar hún viðskiptavinum – í víðasta skilningi þess orðs – að taka ákvarðanir um val á námi og skóla, eða hvernig birtir hún þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar fyrir velheppnaða markaðsstjórnun? Hvað er markaðurinn eiginlega og hvernig hefur hann verið að breytast á undanförnum árum? Á hvaða hátt hefur markaðsstjórnun verið að breytast? Í markaðsfræðinni eru hugtökin markaðssetning eða markaðsfærsla notuð jöfnum höndum. Hér í handbókinni verður síðara heitið „markaðsfærsla“ notað eins verður orðið „skipulagsheild“ stundum notað til hægðarauka sem heiti yfir bæði menntastofnanir og fyrirtæki.... Meira...
Þetta er forsíða á sameiginlegu verkefni alls hópsins sem felst í því... Meira...