Hlutverk mitt sem markaðsaðila
Markaðssetning snýst um að að snerta við fólki bestu auglýsingarnar eru þær sem koma við tilfinningar okkar. Umferðarstofa þegar krakkarnir leika sér í loftköstum, björgunarsveitamaðurinn sem fær boð í miðjum matatíma, gamla jóla kók auglýsingin eða auglýsingin frá Flugfélagi Íslands “Styttri ferðalög, lengri faðmlög“. Allt snertir þetta við manni en á ólíkan hátt.
Ég starfa sem deildastjóri í leikskóla. Á deildinni eru 24 börn og 5 starfsmenn. Eitt af hlutverkum mínum er að efla orðspor skólans með því að bjóða nemendum mínum upp á góða menntun og foreldrunum góða þjónustu. Það er samt mjög viðkvæmt að markaðssetja menntastofnanir eins og leikskóla. Fæstir gera þetta meðvitað í leikskólunum. Þó höfum við dæmi um það í einkarekna geiranum eins og leikskólanna Aðalþing og Hjalla sem vinna mjög markvisst að markaðssetningu. Markaðssetning þeirra gengur út á að vera áberandi á samfélagsmiðlum t.d. í blöðum og eins að, „frægir“ foreldrar sem birtast opinberlega með börnin sín í einkennisklæðnaði viðkomandi stofnunar.
En þurfum við að markaðssetja okkur, Það eru alltaf börn sem vantar að komast í leikskóla getum við sem störfum í opinberum skólum bara slakað á og látið alla markaðssetningu lönd og leið. Nei það tel ég ekki, þótt að við teljum okkur ekki nota markaðssetningu þá er það gert, hver skóli reynir að nýta sér sína sérstöðu og skapa sér þannig nafn. Bæði til að fá fleiri nemendur og ekki síður til að fá gott starfsfólk. Orðspor skólana skiptir miklu máli þegar við erum að ráða inn starfsfólk og gott starfsfólk er gulls í gildi. Sem dæmi þá spyrst það út hvort karlmenn vinni í skólanum og þar sem eru karlmenn fyrir er líklegra að fleirikarmenn sæki um. Síðustu 11 ár hafa verið að meðaltali 3 – 5 karlmenn að kenna í mínum skóla á meðan það er kannski einn í nágranna skólum. Sömu sögu er að segja um fagfólkið það leitar í skóla þar sem unninn eru þróunar verkefni og jafnvel Comenius verkefni. En það er ekki nóg að vinna þessi verkefni maður þarf að vera stöðugt að minna á sig og koma skólanum á framfæri á sem flestum stöðum og allt auðvita frítt
Linda Ósk