Allar færslur eftir Linda Ósk

II vörumerkið „Ég“

Að markaðssetja sjálfan sig er mjög athyglivert og erfiðara en það sýnist.  Í greininni The brand called you eftir Tom Peters  er fjallað um markaðssetningu á einstaklingnum sjálfum og gildi þess fyrir t.d. starfsframa. Eitt af því sem Tom Peters  ráðleggur  er að byrja strax á því að skilgreina sig sem vörumerki og svara þeirri spurningu hvað er það sem gerir vöru mína eða þjónustu framúrskarandi. Hugmynd hans er að skrifa 15 orð eða minna sem skilgreinir vörumerkið.  Hvað er það sem greinir þig frá hinum t.d. samstarfsfólki.  Við fyrstu sýn þá virðist þetta ekki mikið mál og greinin sjálf er bæði skemmtileg, auðlesin og greinagóð.  Ég ákvað að skella mér í 15 orða áskorunina ! Ja hérna hvað þetta var erfitt ég byrjaði á þriðjudaginn eftir að hafa lesið greinina og hef verið að kíkja yfir þetta reglulega síðan.  Þetta er í fyrsta sinn sem ég hugsa um sjálfan mig sem vörumerki og það er mun erfiðara en ég hélt. Í hvert sinn sem ég las yfir listann minn fannst mér ég óþarflega góð með mig.  Svo ég reyndi að fara eftir því sem segir í greininni og horfa á mig hlutlaust  þ.e.  ekki sem deildastjóra, leikskólakennara, verkefnastjóra, menningartengill, Trúnaðarmann og svo mætti lengi telja heldur frekar beint á það sem ég er góð í burt séð frá því hvort það sé í starfslýsingu minni.... Meira...