Vefsíða/Heimasíða

Vefsíður

Góð vefsíða skiptir miklu máli við markaðssetningu. Gott viðmót vefsíða einfaldar leit viðskiptavina sem eru að afla sér upplýsinga um þjónustu fyrirtækisins.

Lítil fyrirtæki sem eru að byrja hafa möguleika á að opna vefsíður sem kosta lítið eða eru jafnvel fríar. Oftast eru þessar  síður einfaldar í notkun og henta vel þeim sem ekki hafa mikla reynslu af gerð vefsíðna.

http://www.weebly.com  býður upp á þennan möguleika Vefsíður Weebly eru mjög einfaldar  í notkun, bjóða upp á þægilegt viðmót og snyrtilega hönnun. Á Weebly er hægt að setja myndir, myndbönd, texta og í raun og veru allt sem til þarf.

Fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á fríar vefsíður eru m.a:

http://web.com/

http://www.wix.com/

https://www.godaddy.com

Öll þessi  fyrirtæki bjóða upp á möguleika á því að greiða fyrir þjónustuna, en sá kostnaður er mjög lítill en gæði vefsíðanna aukast til muna.

 

 

 

Skildu eftir svar