Ég held áfram þessu flipboard ævintýri mínu. Áherlsan er á markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við lestur á bloggfærslum um markaðssetningu tek ég eftir því að þeir sem þar skrifa benda á að ekki sé nóg að opna facebook síðu, instagram eða snaphcat reikning og auglýsa vörur þar á hefðbundin hátt. Þeir benda á að það er margt sem aðskilur hefðbundið markaðsstarf frá markaðsstarfi á samfélagsmiðlum. Ég fann áhugaverða bloggfærslu á www.inc.com eftir Jeremy Goldman sem fjallar um hvernig gera skuli markaðsáæltun á samfélagsmiðlum. Höfundurinn telur mikilvægt að áætlunin byggi á stöðumati þar sem núverandi staða fyrirtækisins er tekin fyrir. Höfundur leggur til að búa til yfir lit yfir eftirfarandi atriði; Á hvaða samfélagsmiðlum er fyrirtækið? Eru reikningar þess virkir? Hvernig eru þeir notaðir og af hverjum geta verið gagnlegar spurningar. Síðan er mikilvægt að halda utan um gögn. Fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum og þróun þeirra. Er þeim að fjölga eða fækka? Hvers vegna fjölgar eða fækkar þeim? Auk þess er mikilvægt að greina hvaða póstar fá mest viðbrögð. Síðan þarf að setja sér mælanleg markmið með áætluninni, þau þurfa að vera tímasett og helst SMART (Skýr, mælanleg, aðlagandi, raunhæf og tímasett). Ætlar fyrirtækið að ráða manneskju til að sjá um samfélagsmiðla eða láta verktaka sjá um verkefnið? Að lokum þarf að huga að mikilvægi þess að samfélagsmiðlar eru ekki lengur ókeypis. Kerfið byggir á kostuðum færlsum og þarna þarf að greina og forgangsraða þeim fjármunum sem setja á í verkefnið. Mikilvægt er að átta sig á því að markaðssetning á samfélagsmiðlum felst ekki síður í því að selja ávkeðna ímynd frekar en ákveðna vöru. Samfélagsmiðlar byggja einnig á gagnvirkum samskiptum sem mikilvægt er að nota. Í annari bloggfærslu á buissness2community.com fer Angela Hausman yfir mismunin á stafrænum vs. hefðbundum miðlum. Stærstu mistök sem fólk gerir er að nýta samféglagsmiðla fyrir einhliða skilaboð.
„Digital isn’t a channel. It’s a totally different way of looking at the world and engaging with your audience.“
Höfundur hvetur lesendur til að nýta samfélagsmiðla til að skapa vettvang til að hlusta á þarfir og skoðanir viðskiptavina til að gera þjónustu og vörur betri. Það nennir engin að fylgjast með einhliða boðskap á samfélgsmiðlum.
Ég fór að velta þessu fyrir mér við lesturinn hér að ofan hvernig markaðsetning kallar á ekki einn heldur marga miðla. Þó veit ég um fyrirtæki (smærri) sem láta sér „duga“ að halda úti Facebook síðu, en treysta svo á það orðspor sem þeir skapa sér.
Við sáum það hjá IÐUNNI hvernig tölvukerfið þeirra heldur utan um viðskiptavinina og skráir það sem þeir gera en greina þar að auki áhugasvið hvers og eins.
Öll þessi forrit sem við notum eru að skrá nethegðun okkar og er hún notuð í markaðstilgangi.
Já það virðist vera sífellt algengara að fyrirtæki noti marga miðla s.s samfélagsmiðla, heimasíður og annað kynnignarefni samhliða og láti hvert styðja við annað. Þetta virðist amk. eiga við öll stærri fyrirtæki.