Aftur í nám…

Ég sit hér og skemmti mér við að lesa meistararitgerð (prófdómari). Hún fjallar um fólk sem fer aftur til náms eftir langt hlé. Sá hópur er einn af stóru markhópum símenntunarmiðstöðvanna á Íslandi. Það eru til nokkrar meistararitgerðir byggðar á viðtölum við fólk sem fór aftur í nám að loknu hlé. … Í niðurstöðum þessara ritgerða eru upplýsingar sem geta nýst okkur á þessu námskeiði. So: Hér er skyndiverkefni sem ég ætla að biðja alla að taka þátt í, gefðu þér klukkustund:

  1. Kíktu í Skemmu og líka í Gátt 2010 og veldu þér einhverja ritgerð / grein til að skanna. Skráðu sem svar við þessum pósti hvaða ritgerð/grein þú ætlar að skanna.
  2. Skrifaðu svo annað svar með stikkorðum: hvað hvetur hvað letur þennan markhóp í nám
  3. Svo þegar við höfum safnað gögnum skulum við ræða um það hvað það þýðir…

ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr þessu

Skildu eftir svar