Í þessari viku fór tíminn aðallega í að vinna viðtalsverkefni. Tók viðtal við framkvæmdastjóra Fræðslunetsins Símenntun á Suðurlandi og reyndi að tekja það sem kom fram við textann í bók Kotler og Fox. Mér fannst ég fá skýrari sýn bæði á markaðssetningu FnS og textann í bókinni. Ef til vill nýtist hann betur en mér fannst þegar ég las textann án þess að tengja hann við veruleikann á Íslandi. Ég hlakka til að vinna næsta verkefni sem verður hópverkefni um greiningu vegna markaðssetningar og ekki síður stóra verkefnið sem verður vonandi um markaðssetningu fimmtu stoðar menntakerfisins á Íslandi.