Virði

Þessar meðvituðu pælingar síðustu misseri um markaðssetningu hafa opnað augun mín fyrir því hvar ég er stödd í þessu ferli með sjálfa mig og hvernig ég kem sjálfri mér á framfæri. Átta mig betur á því hvað við erum flest, ómeðvitað, að markaðssetja okkur sem einstaklingar hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Í greininni: The Brand called you eftir Tom Peters: http://www.fastcompany.com/28905/brand-called-you talar hann um að hver sem er hafi í raun tækifæri til að skara fram úr og vekja eftirtekt ef rétt er að farið.

Ég tengdi saman það að hafa litla peninga á milli handanna og hafa ekki vanið sig á að „þurfa“ að vera í ákv. merkjafatnaði sem er partur af því að skilgreina sjálfa sig og vera örugg með sig sem markaðsmanneskju ef svo má segja. Ef þú selur vöru eða munað en ert stundum hikandi yfir gæðum og innihaldi þá er það ekki leiðin til að sannfæra kaupandann, þvert á móti. Sama hlýtur að gildi fyrir okkur þegar við hugsum inn á við um okkar eigin virði.

Hvað með okkur sjálf sem erum oft að drukkna í markaðssetningu og sölu allt í kringum okkur? Úr ýmsum áttum er verið að telja okkur trú um að okkur vanti hitt og þetta og nauðsynlegt að eignast þennan hlut eða þessa flík ef þú ert þessi týpa eða í svona tómstundum eða íþróttum.

Sjálf hef ég leitt hugann aðeins að þessu með okkar fas, framkomu og t.d. fatnað sem við veljum að klæðast og verður ósjálfrátt partur af okkar ímynd. Hvort sem það er meðvitað eða ekki hverju sinni, þá stend ég oft frammi fyrir því að ákveða hvaða fatnaður er viðeigandi hverju sinni, hvert skal halda, til vinnu og þá hvað er við hæfi á þeim starfsvettvangi, í matarboð og þá leiðirðu hugann að því e.t.v. hvað gæti verið óviðeigandi ef þú ert of fín til fara eða ekki nógu snyrtilega klædd og svo þetta týpíska með blessuðu ræktina eða þá hreyfingu sem fólk stundar.

Ég tel mig vera nokkuð örugga hvað þetta varðar og held ég svei mér þá að það hafi aukið mitt sjálfsöryggi undanfarin ár að þurfa að horfa í hverja krónu og nýta allt sem til er en um leið að átta mig á því hversu fátt það er í raun sem ég hef þörf fyrir að láta selja mér til að koma mér á framfæri út frá hugmyndum markaðssetningar. Flíkin er ekkert síður Maríuleg þó að hún sé gömul eða ekki „in“ í dag. Hugsunarhátturinn hvað langar mig að kaupa eða eignast kemur sjaldnar upp í kollinum hjá mér heldur frekar hvað þarf ég að kaupa en engu að síður að horfa öðrum augum á þær eigur sem eru til staðar, hvort sem það er gamla flíkin sem þú þoldir ekki fyrir 6 árum eða notuðu hlaupaskórnir sem þú keyptir á 1000 kr. En fer engu að síður vel með fæturna sama hversu marga km. Þeir fara með þig.

Málið er að geta verið örugg og ánægð með okkur sem markaðsmanneskjur og sætta okkur við og hrósa innri manni og styrkleikum sem við búum yfir. Þá finnst flestum við vera að markaðssetja okkur sjálf á réttum forsendum og þá í raun skiptir ekki öllu máli hverju við klæðumst heldur frekar hversu örugg og sátt við erum til þess að vera samkeppnisfær og trúa á okkur og þá færni og þekkingu sem við höfum fram að færa til að hafa áhrif en eins og Tom Peters nefnir í greininni, þá skiptir máli hvernig við förum, þær leiðir sem við veljum.

 

Ég tel mig hafa næmt innsæi þegar kemur að mannlegum samskiptum og á þannig auðveldara með að setja mig í spor annarra og eiga þannig auðveldara með að sjá sterku hliðarnar hjá fólki og aðstoða það með að nýta betur eigið nám og reynslu með lausnir og víðsýni að leiðarljósi.  Ég bý að þvi að eiga almennt auðvelt með að ná til fólks og skapa tengsl sem er forsenda þess að geta komið sjálfri sér á framfæri.

 

 

 

Skildu eftir svar