Póstlistar / Mailchimp.com
Með póstlistum heldur þú tengslum við viðskiptavini.
Góður póstlisti gefur möguleika á að auka samskipti við viðskiptavini og spara auglýsingakostnað. Póstlista getur tekið tíma að byggja upp en er fyllilega þess virði.
Tæknilega er hægt að senda fréttabréf eða tilkynningar í gegnum póstforrit eins og Gmail, Hotmail og Outlook, þessi forrit eru þó frekar hönnuð fyrir einn einstakling til að senda á nokkur póstföng í einu.
Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að Mailchimp.com sé gott verkfæri í markaðssetningu .
Forritið getur sent út magnpóst. Flest forrit takmarka fjölda tölvupósta sem sendir eru í einu. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ruslpóst. Með Mailchimp geturðu sent tölvupóst á ótakmarkaðan fjölda viðtakenda í einu.
Mailchimp býður upp á fjölbreitt úrval af sérhönnuðum sniðmótum fyrir tölvupósta. Þú getur einnig hannað þitt eigið sniðmót frá grunni til að nota með Mailchimp. Þannig setur þú persónulegan svip á skilaboðin þín
Mailchimp gefur viðtakendum þínum möguleika á að lesa tölvupóstinn frá þér sem HTML eða texta eingöngu.
Forritið lætur þig vita þegar viðtakendur opna póstinn, eins getur þú fylgst með óvirkum netföngum. Hægt er að senda ákveðna pósta á ákveðna hópa t.d. eftir áhugasviði og eins er hægt að sjá hvað það er sem vekur mesta athygli bæði prósentulega og eins hverjir smelltu á linkinn. Þetta er aðeins brot af því sem Mailchimp getur gert enda forritið notað hjá mörgum fræðslustofnunum eins og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og IÐUNNI fræðslusetri.