Pinterest sem markaðsverkfæri
Pinterest er einfaldur, litríkur og vinsæll vefur.
Hann er án efa þægilegur í notkun og er vel til þess fallinn að auðvelda uppfærslu á content marketing.
Þette er fyrirtaks staður til að auglýsa sýnilega hluti þar sem myndir eru nr. 1 en reynslan hefur sýnt að ýmiskonar þjónustufyrirtæki hafa einnig nýtt sér Pinterest með góðum árangri í markaðssetningu þrátt fyrir að vera ekki endilega með áþreifanlega hluti sem hægt er að taka mynd af.
Þeir sem nota Pinterest eru ekki aðeins í leit að góðum hugmyndum heldur eru þeir oft tilbúnir að kaupa vöru eða þjónustu.
Þess má geta að í gegnum Pinterest er meiri aðsókn eða umferð en á Google+, You Tube og Linkedln til samans samkvæmt Ekaterina Walter sem er höfundur bókarinnar The Power of Visual Storytelling.
Hægt er að setja reglulega pin inn á vikupósta, e-mail, fréttabréf o.fl. örfá pin í einu og þannig er sá sem forvitnast kominn inn á þitt svæði og sér þær greinar og efni sem hann hefur hakað við sem áhugavert. Pin er í raun linkur til að vista ákv. mynd eða auglýsingu.
Hægt er að finna spjallhópa í gegnum Pinterest. Það er vandasamt en getur verið áhrifamikið að komast inn í góðan og vinsælan hóp sem gæti dreift því sem þú vilt vekja athygli á.
Pinterest gefur kost á því að láta vita reglulega af sér. Það er ekki nóg að vera með áhugaverða mynd sem laðar að heldur þarf að fylgja auglýsingunni eftir. Það er áhrifamikið að nýta sér aðra samfélagsmiðla til að segja frá þínu á Pinterest, t.d. á Tweet og á Facebook, þar sem þú getur bætt við Pinterest appi.
Hægt er að nálgast eigið bloggsvæði inn á Pinterest og þeir sem hafa fengið pin frá þér, fá alltaf tilkynningu um nýjar færslur frá þér. Þannig geturðu haldið á lofti auglýsingu og umræðu um þína vöru og gildi þess. Pinealerts er síðan aðferð þar sem hægt er að fá tillkynningar hvenær ákv. Svæði, t.d. hjá samkeppnisaðila, er að fá pin. Pinterest er greinilega öflugt verkfæri til að auka umsvif og heimsóknir á vefnum þínum. Virðist vera snilldarmarkaðstæki. Sjálfri fannst mér mjög auðvelt og þægilegt að stíga mín fyrstu skref inn á Pinterest. Alveg nýtt fyir mér og heillandi