Flipboard

Ég ákvað að búa til Flipboard með áherslu á markaðsmál (e. marketing) og samfélagsmiðla (e. social media). Hægt er að skrá sig inn með Facebook og viðrist viðmótið minna örlítið á Pinterest sem eflaust einhverjir þekkja. Þar las ég eina stutta færslu sem snýr að þremur trendum sem snúa að markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

  1. Markhópadrifin skilaboð – vita við hverja við erum að tala og búa til margskonar efni sem er ætlað ákveðnum markhópum. Staðlaðir fjöldapóstar heyra sögunni til.
  2.  Birtingaráætlanir og fyrirframákveðið innihald. Margir eru með strategíu fyrir birtingu á samfélagsmiðlum 2-3 mánuði fram í tímann sem þó er í stöðugri mótun.
  3. Áhersla á myndræna framsetningu. Mikilvægt að nýta myndir og myndbönd til að koma skilaboðum á framfæri. Aukning í notkun youtube myndbanda bæði á instagram og facebook.

Mér þykir þetta Flipboard mjög spennandi vettvangur og stefni á að fjalla um mína virkni þar c.a vikulega auk þess sem ég býð ykkur öllum að fylgjast með hér.

Skildu eftir svar