Seth Godin mælir með að einblína á hinn svokallaða „lágmarks lífvænlega markhóp“ (e. minimum viable audience) í staðinn fyrir fjöldann með þeim einföldu rökum að vandinn við fjöldann er meðaltalið. Þú neyðist til að bjóða fram vöru eða þjónustu sem hæfir meðaltalið og fyrir vikið nær varan eða þjónustan aldrei almennilega flugi. Þetta segir hann í viðtali við Caitlin Schiller um bókina sína „This is Marketing“ í hlaðvarpsþættinum Simplify og hann úrskýrir það einnig í blogginu sínu „Seth’s blogg“ í nokkrum færslum (https://seths.blog/2017/07/in-search-of-the-minimum-viable-audience/; https://seths.blog/2019/03/the-minimum-viable-audience-2/).
Það er alltaf svo skemmtilegt þegar í ljós kemur að heimurinn virkar öðruvísi en maður bjóst við. Ég sé allt í einu markaðshlutun í nýju ljósi. Seth Godin viðurkennir að þetta kann að hljóma öfugsnúið. Af hverju ætti ég að velja að bjóða upp á fræðslutilboð bara fyrir einhvern lítinn hóp úti í horni? Hvernig ætti það að hjálpa mér að ná markmiði mínu um að breiða út boðskapinn sem ég er með sem víðast? Seth Godin segir: Með því að bjóða eitthvað alveg sérstakt fyrir litla hópinn úti í horni, og bara fyrir hann, þá neyðist ég til að standa mig og þar með eru meiri líkur á að fræðslutilboðið mitt standist væntingum. Þegar það gerir það þá mun litli hópurinn úti í horni sjá um að bera út boðskapinn fyrir mig 🙂
Þetta hljómar næstum því of gott til að vera satt og Seth Godin segir líka að þetta sé hægara sagt en gert. Hvernig get ég búið til eitthvað alveg sérstakt fyrir hópinn minn úti í horni? Hvað er alveg sérstakt fyrir hann? Hér skiptir máli að hafa skýra sýn frá byrjun, að hafa virkilega eitthvað að segja sem getur skipt sköpum fyrir nákvæmlega þennan hóp. Og vel að merkja: það er ekki fræðslutilboðið sjálft sem skiptir endilega sköpum heldur er það tilfinningin sem þetta tiltekna tilboð skapar innra með þátttakendum í kjölfarið. Sú tilfinning að vera hluti af einhverju stærra, einhvers konar samfélagi, einhverju mikilvægu. Ef mér tekst að skapa þessa tilfinningu hjá litlum hópi úti í horni þá munu fleiri væntanlega sýna áhuga næst þegar ég býð upp á fræðslu.
Frábærar pælingar, Helle, ég hef einmitt heillast af þessari hugmynd um þennan þrönga markhop og að styðja hann i því að breyta lífinu til hins betra. Með því að deila því sem við kunnum og getum reynumst við þessum hópi leiðtogar og getum stutt hann í því að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum sér.
Malið hlýtur þá að vera að finna hvaða upplýsingar, hvaða leikni og hvaða viðhorf muni hjálpa þínum marhópi að reynast bestu stuðnings aðilar sinna skjólstæðinga og skapa tækifæri fyrir þau að tileinka ser og þjálfa þessa hæfni á hátt sem er árangursrikur og passar við aðstæður þeirra.
Auðvitað er þetta hárrétt.
Ef við einbeitum okkur að þeim sem þurfa námstilboðið eða að þeim sem vilja þetta ákveða nám og sinnum þeim eins vel og við getum, þá fá bæði þeir og kennarinn miklu meira út úr reynslunni.
Þetta finnst mér sérstaklega flott hjá Seth Godin í annarri færslunni sem þú vísar í:
„Two things happen when you delight your minimum viable audience:
– you discover it’s a lot larger group than you expected
– they tell the others“