Margar samsæriskenningar fjalla um hvernig snjalltækin á heimilum eru að hlera það sem verið að ræða. Hvort sem það er Alexa, google home eða snjallsímarnir sem liggja fyrir framan okkur. Þá telja samsæriskenningarnar að stóru aðilarnir á markaðinum séu að fá upplýsingar um okkur og nota þær í auglýsingar. ... Meira...
Allar færslur eftir Alma Sif Kristjánsdóttir
Er fyrirtækið með app?
Nálgun á þjónustu hefur breyst mjög á seinustu árum og þá sérstaklega hvernig þjónusta er að færast yfir í að vera starfræn. Eins og kemur fram í bókinni þá voru margir viðskiptavinir banka illa við að mæta á staðinn og möguleikin að klára viðskiptin starfrænt varð mjög vinsælt. Sama á við um íslenska banka svo dæmi sé tekið. Lengi vel voru þjónustuver þessi kostur fyrir þá sem ekki vildu mæta á staðinn. En biðin gat oft verið löng og sérstaklega um mánaðarmót, sem getur enn verið staðan í dag. Þegar bankarnir opnuðu möguleikann á heimabönkum, breytti það miklu fyrir viðskiptavina þeirra. Næsta þróun varð síðan þegar snjallsímarnir voru eitthvað sem flestir áttu, þá gátu bankarnir og auðvitað fleiri fyrirtæki farið að bjóða upp á þjónustuna sína í smáforritum. Það er mjög þægilegt að geta skoðað smáforritið frá bankanum sínum til að fá upplýsingar um stöðu og jafnvel pin númer bara í miðri verslun. Það er auðvitað hópur sem hefur ekki tækniþekkinguna til þess að nota þessar þjónustuleiðir en þar af leiðandi geta þeir gert þetta á „gamla“ mátann og mætt á staðinn sem er enn í boði.... Meira...
Einu sinni aðdáandi, alltaf aðdáandi?
Markaðurinn er sífellt að leita að leiðum til að ná til markhópa. Til þess að selja vöruna þína eða auglýsa merkið þitt þá þarftu að skilja markhópinn sem þú ætlar að ná til. ... Meira...