YouTube er núna í eigu Google og þar af leiðandi tengist Youtube aðgangurinn bæði G-mailinu og Google+ forritinu.... Meira...
Allar færslur eftir Bjarney Gunnarsdóttir
Hvað er BRAND?
Þóranna útskýrir í blogginu sínu Markaðsmál á mannamáli hvað BRAND þýðir. Hún hefur tekið þá ákvörðun að þýða orðið ekki yfir á íslensku heldur talar hún einfaldlega um BRAND. Henni finnst íslensku orðin ekki ná almenninlega yfir það hvað fyrirbærið BRAND þýðir. Það er nefninlega ekki bara vörumerki eða lógó eða einhver ákveðin tegund af vöru. BRAND er allt það sem fólk hugsar og þær tilfinningar sem fólk finnur fyrir þegar einhver vara (hvort sem það er fyritæki eða þjónusta) er nefnd. Jeff Bezos hjá Amazon útskýrði þetta ágætlega þegar hann líkti þessu við það sem fólk segði um þig þegar þú yfirgefur herbergið.... Meira...
Vörumerkið ÉG
Vörumerkið ÉG!... Meira...
Meira um efnismarkaðssetningu – Content Marketing
Content Marketing eða efnismarkaðssetning snýst um það að búa til efni og miðla til fólks. Efnið verður að vera innihaldsríkt og hafa eitthvert virði fyrir fólk. Með efnismarkaðssetningu getum við komið á framfæri því sem við stöndum fyrir. Það er hægt að gera með því að veita upplýsingar, bjóða upp á ókeypis ráðgjöf, setja fram gagnlegar hugmyndir, pistla eða annað fræðandi efni. Þetta snýst um að gefa af sér og sýna fólki að við erum sérfræðingar á okkar sviði. Það skilar sér í því að fólk leitar svo til okkar þegar það þarf á okkar sérþekkingu að halda.... Meira...
Why we buy: The science of shopping
Tveir helstu smásölu- og vörumerkjasérfræðingum heims þeir Paco Underhill & Martin Lindstrom voru með erindi á ráðstefnu sem haldin var hér á landi 25. september síðastliðinn. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Why We Buy: The Science of Shopping“. Þar fór Paco yfir þá þætti sem hafa áhrif á það hvað fólk kaupir, hvort sem það er í búðum eða á netinu. Hann hefur fylgt fólki eftir og skráð hjá sér hvert einasta skref sem það tekur til að skilja með nákvæmum hætti hvernig kaupendur bregðast við umhverfi sínu. Paco hefur skrifað bækurnar „Why We Buy: The Science of Shopping“, sem er ein mest selda bók heims um smásölu og vísindin á bakvið það hvernig við verslum, og „What Women Want“ sem fjallar um hversu mikil áhrif konur hafa á neysluvenjur heimilanna.
Martin Lindstrom er sérfræðingur á sviði vörumerkja. Hann er einna þekktastur fyrir bók sína Buyology þar sem hann stóð fyrir einni umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði „taugamarkaðsfræði“ (e. neuromarketing). Rannsóknin kostaði 7 milljónir dala og var sú stærsta í sögu taugamarkaðssetningar (neuromarketing). Lindstrom skannaði meira en 2000 neytendur með fMRI (heilasegulómun) og fékk djúpa innsýn í viðbrögð þeirra þegar þeir versla. Þannig tókst honum að greina það hvernig heilinn bregst nákvæmlega við auglýsingum og vörumerkjum.
Viðskiptavinir eru tvær sekúndur að velja hverja vöru í innkaupakörfunni sinni. Mikilvægustu spurningar smásalans ættu að vera: Hvað fær viðskiptavininn til að velja vissar vörur, sleppa öðrum, og — það sem er kannski mikilvægast — ákveða að koma aftur í ákveðinn stórmarkað á hverjum degi.
Allt þetta eru spurningar sem gaman væri að fá svör við. Þeir sem fóru á ráðstefnuna ættu að hafa fengið svör við þessum spurningum en við verðum ábyggilega að lesa okkur til um þetta í bókum þeirra félaga.
Mér finnst samt magnað að einhver hafi keypt sér miða á þessa ráðstefnu á 40.000 krónur! Stúdentum var boðinn miðinn á 20.000 krónur. Ráðstefnan var frá kl. 11:30-17:15. Hvað ætli margir hafi keypt sig inn á ráðstefnuna? Hver ætli fjárhagslegur ávinningur þeirra sölumanna sem mættu á ráðstefnuna sé?... Meira...
Markaðsmanneskjan ég!
Mér finnst hugmyndir markaðsfræðinnar hafa opnað nýjar dyr hjá mér. Mér datt aldrei í hug að þetta væri allt svona útpælt þó svo að ég vissi alveg að það væri sölutrix að hafa sælgæti og tímarit alveg við búðarkassann. Ég sé að það liggur gífurleg undirbúningsvinna við áætlanagerðir tengdum markaðsfræðinni og að það þarf að skoða allt útfrá sjónarmiði neytandans. Reglulegar áminningar, upplýsingar og tilboð um vöruna eru gríðar mikilvægar og meira að segja stærstu fyrirtækin hætta aldrei að auglýsa. En það er líka ráðgáta hvernig smáu og nýstofnuðu fyrirtækin eigi að hafa fjármagn til þess að auglýsa. Þá þarf að vera nógu klókur að finna upp á einhverju sniðugu sem að kostar ekki mikið. Til dæmis sá ég að tryggingafélagið Elísabet klæddi starfsfólkið sitt upp og það gekk um í miðbænum og setti pening í stöðumæla hjá þeim sem voru að renna út á tíma. Þannig voru þau áberandi í samfélaginu og komust á fréttasíðurnar.... Meira...