
Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera með henni í að setja upp síðu til þess að kynna þá þjónustu sem við erum að fara bjóða uppá. Það fannst mér frábær hugmynd, það gæti verið góð leið til þess að ná til tilvonandi viðskiptavina og fyrir þennan áfanga hefði ég bara stokkið á vagninn og hugsað ,,þetta reddast”. Ég hinsvegar staldraði aðeins við og eftir stutta íhugun tilkynnti ég henni að mér þætti hugmyndin mjög góð og að ég vildi vera með … þegar við værum búnar að ljúka við stefnumótun. Við værum algjörlega í lausu lofti, vissum ekki nákvæmlega hver markmiðin okkar væru eða hvert við værum að stefna og þyrftum því að vinna undirbúningsvinnuna betur áður en við færum að auglýsa og reyna að ná fólki til okkar. Henni þótti það auðvitað mjög gáfulegt þegar ég hafði selt henni hugmyndina og framundan er því stefnumótun og markaðsáætlanagerð fyrir þá þjónustu sem við ætlum að bjóða uppá. ... Meira...