Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera með henni í að setja upp síðu til þess að kynna þá þjónustu sem við erum að fara bjóða uppá. Það fannst mér frábær hugmynd, það gæti verið góð leið til þess að ná til tilvonandi viðskiptavina og fyrir þennan áfanga hefði ég bara stokkið á vagninn og hugsað ,,þetta reddast”. Ég hinsvegar staldraði aðeins við og eftir stutta íhugun tilkynnti ég henni að mér þætti hugmyndin mjög góð og að ég vildi vera með … þegar við værum búnar að ljúka við stefnumótun. Við værum algjörlega í lausu lofti, vissum ekki nákvæmlega hver markmiðin okkar væru eða hvert við værum að stefna og þyrftum því að vinna undirbúningsvinnuna betur áður en við færum að auglýsa og reyna að ná fólki til okkar. Henni þótti það auðvitað mjög gáfulegt þegar ég hafði selt henni hugmyndina og framundan er því stefnumótun og markaðsáætlanagerð fyrir þá þjónustu sem við ætlum að bjóða uppá. ... Meira...
Allar færslur eftir Hildur Inga Magnadóttir
námskeið til sölu – kostar eina tölu
Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því hvað þarf að huga að mörgu við markaðssetningu. Mér fannst bara liggja beint við að búa til einfalda auglýsingu, setja upp eitthvað verð og mynd og ýta svo á send til allra helstu auglýsinga- og bréfsnifsa bæjarins. Hugmynd mín um markaðssetningu hefur líklegast verið frekar einföld hingað til… Á síðustu vikum hef ég fengið örlitla innsýn inn í heim markaðsmálanna í þessum ágæta áfanga. Virði, markaðshlutun og nú kauphegðun. Það sem fram kemur í námsefninu er svolítið common sense… svona þegar maður er búinn að lesa það.... Meira...
Hvers ,,virði“ er ég?
Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég hef lítið velt fyrir mér markaðsmálum þar til nýlega. Nú er ég að pæla í öllu því sem ég sé í kringum mig, auglýsingum í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum, í útvarpi, í bæklingum og annars staðar. Ég er að velta fyrir mér virði vörumerkja og fyrirtækja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér sögu merkja og þeim hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra og hafa leitt þau á þann stað sem þau eru á í dag eða vinnunni sem liggur að baki merkis. Núna mun ég pæla meira í þessu, sérstaklega kjarnavirði fyrirtækja og vörumerkja, hver gildi þeirra eru og hvað þau gera til þess að framfylgja þeim. Hugsun mín er orðin gagnrýnni gagnvart auglýsingum og nú allt í einu sé ég hvað sumar auglýsingar eða slagorð eru frábær en önnur bara alls ekki.
... Meira...