Google Analytics

 

Google Analytics

 

Tengill á tækið: http://www.google.com/analytics/

 

Stutt lýsing: Google Analytics ókeypis tæki upp að 10 milljón heimsóknum á mánuði og opið öllum til að greina heimsóknir á vef.  Sjá nánar á: https://support.google.com/analytics/answer/1008065?hl=en

 

Ítarlegri lýsing:

Hverjum gagnast Google Analytics?

  • Stjórnendur geta fylgst með umferð um vef sinn. Svo sem hvað nær best til notenda og hvernig þeir og einstaka hópar þeirra vafra.
  • Markaðsstjórar geta skoðað einstaka notendur og hvaðan þeir koma og hvernig breyta má vefnum til að ná betur til notenda.
  • Vefstjórar geta skoðað hvernig notendur fara út af vefnum, hvar þeir eru lengst og hvaða leitarorð eru notuð til að finna vefinn.

 

Hvernig virkar Google Analytics?

  • Getur greint margar vefi fyrir hver og einn.
  • Einnig hægt að nota til að greina aðrar síður svo sem: Facebook- MySpace- og WordPress.
  • Notar JavaScript og getur því yfirleitt ekki greint RSS einingar
  • Má nota samhliða öðrum greiningartækjum sem þróuð hafa verið
  • Mögulegir vafrar: Google Chrome, Firefox, Internet Explorer og Safari
  • Aðgengilegt á 40 tungumálum þar á meðal ensku, dönsku, norsku sænsku, finnsku, þýsku, frönsku og spænsku en ekki íslensku.
  • Vinnslan tekur einn til tvo sólarhringa og ef atriði (sessions) er fleiri en 200.000 á dag á koma upplýsingar bara einu sinni á dag.

 

Skráning: https://www.google.com/analytics/web/provision?et=&authuser=#provision/SignUp/

Mælt með að kerfisstjórar setji Google Analytics upp.

 

Þekktir notendur:  Endurmenntun Háskóla Íslands notar Google Analytics.

Möguleg notkun:  Google Analytics er eins og öll verkfæri hægt að nota með margvíslegum hætti.  Gott er að setja sér markmið og viðmið varðandi notkun eftir að menn hafa kynnst sér möguleikana sem eru fólgnir í verkfærinu.  Til að nefna dæmi þá er hægt að nota Google Analytics til að greina núverandi vef menntastofnunarinnar áður en hann er endurnýjaður og greina síðan vefinn eftir að breytingar hafa verið gerðar til að athuga hvort og hvernig markmiðum með breytingu og uppfærslu vefsins hefur verið náð.  Gott er að sjá einnig fyrir sér hvernig eigi að nota verkfærið Google Analytics almennt og setja upp áætlun í tengslum við það.  Til dæmis greiningu á þeim tíma sem innritun nemenda stendur yfir, þegar prófatími er í gangi eða í kjölfar auglýsingaherferðar.  Einnig væri áhugavert að greina hvort einhverjir þættir á vefnum eru ekkert skoðaðir og aðrir hugsanlega meira en menn hefðu ætlað og taka þá jafnvel út þætti sem hafa lítið eða ekkert gildi fyrir stofnunina og leggja meiri vinnu í þá þætti sem eru mikið nýttir af notendum vefsins.  Aðalatriðið er þó að setja sér markmið og gera áætlun um notkun Google Analytics sem hæfa markmiðum viðkomandi stofnunar.

 

Skildu eftir svar