Ég held áfram þessu Flipboard ævintýri mínu. Þetta nýja viðmót er aðeins farið að venjast og nú þarf maður helst að passa sig á því að hanga ekki og lesa áhugaverðar greinar tímunum saman. Á eftir að læra á ýmsar stillingar en held áfram að safna áhugaverðu efni um markaðsmál og samfélagsmiðla. Nú hef ég verið að lesa ýmsar greinar um mikilvægi myndrænnar framsetningar á samfélagsmiðlum. Myndrænir miðlar á borði við Instagram og Snapchat eru að taka yfir prentmiðla á borð við Facebook og Twitter. Einnig er mikið um að við þurfum að nýta myndbönd í miklu mæli og er þar aðallega talað um Youtube í því samhengi sem virðist eiga vinningin í dreifingu myndbanda á netinu. Í áhugaverðri grein á Buissness Insider UK er farið yfir þá vinnu sem Google er að vinna að til að gera auglýsendum kleift að útbúa hundruðir og jafnvel þúsundir útgáfna af auglýsingum sínum til að höfða til markhópa.... Meira...
Ég ákvað að búa til Flipboard með áherslu á markaðsmál (e. marketing) og samfélagsmiðla (e. social media). Hægt er að skrá sig inn með Facebook og viðrist viðmótið minna örlítið á Pinterest sem eflaust einhverjir þekkja. Þar las ég eina stutta færslu sem snýr að þremur trendum sem snúa að markaðssetningu á samfélagsmiðlum.... Meira...
Copyblogger: Að varpa ljósi á kosti vöru/þjónustu með andstæðusögum (e. contrast storytelling)
Mér finnst ótrúlega spennandi hvernig ýmsar hugmyndir berast mér úr ýmsum áttum. Ein aðalaðferðin í „foreldrafræðslunáminu“ (foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf) er að stilla saman andstæðum (e. contrasts) með foreldrum, skoða ólíkar úrklippur úr kvikmyndum, myndböndum o.s.frv. – skoða þær, ræða þær og nýta andstæðurnar í svokallaðar „ígrundaðar gagnræður“ (e. reflective dialogue).... Meira...
Fyrstu móttökur á CopyBlogger
Mér finnst áhugavert að lesa/sjá/skoða hvernig tekið er á móti mér nýliðanum á Copblogger.... Meira...
Copyblogger / @copyblogger
Jæja – ég er búin að finna blogg sem ég ætla að fylgjast með næstu vikurnar. Þetta verður lærdómsríkt. Ég fann þetta blog undir einum lyklinum á síðu Hróbjarts:... Meira...
Bókaklúbburinn kominn í loftið
... Meira...
Námskeiðið fer af stað, haustið 2017
... Meira...
Markaðsetning – Fjarnám (online)
Undanfarin tíu ár hefur verið veruleg aukning í námskeiðum og verkefnum sem kennd eru í gegnum fjarnám í framhalds- og háskólum víða í heiminum. Í Bandaríkjunum hefur fjarkennsla aukist mikið á undanförnum árum og þessi aukning alls staðar er áskorun fyrir okkur á að búa til gott efni til fjarkennslu. Hvernig getum við hannað góða markaðsetningu fyrir fjarnám og gert áætlun um góðan árangur og miklum gæðum?... Meira...
Námskeiðið er alveg að fara af stað haustið 2016
Námskeiðið er að fara af stað hautið 2016.... Meira...
Hvað er BRAND?
Þóranna útskýrir í blogginu sínu Markaðsmál á mannamáli hvað BRAND þýðir. Hún hefur tekið þá ákvörðun að þýða orðið ekki yfir á íslensku heldur talar hún einfaldlega um BRAND. Henni finnst íslensku orðin ekki ná almenninlega yfir það hvað fyrirbærið BRAND þýðir. Það er nefninlega ekki bara vörumerki eða lógó eða einhver ákveðin tegund af vöru. BRAND er allt það sem fólk hugsar og þær tilfinningar sem fólk finnur fyrir þegar einhver vara (hvort sem það er fyritæki eða þjónusta) er nefnd. Jeff Bezos hjá Amazon útskýrði þetta ágætlega þegar hann líkti þessu við það sem fólk segði um þig þegar þú yfirgefur herbergið.... Meira...