Í þessari viku fór tíminn aðallega í að vinna viðtalsverkefni. Tók viðtal við framkvæmdastjóra Fræðslunetsins Símenntun á Suðurlandi og reyndi að tekja það sem kom fram við textann í bók Kotler og Fox. Mér fannst ég fá skýrari sýn bæði á markaðssetningu FnS og textann í bókinni. Ef til vill nýtist hann betur en mér fannst þegar ég las textann án þess að tengja hann við veruleikann á Íslandi. Ég hlakka til að vinna næsta verkefni sem verður hópverkefni um greiningu vegna markaðssetningar og ekki síður stóra verkefnið sem verður vonandi um markaðssetningu fimmtu stoðar menntakerfisins á Íslandi.... Meira...
Content marketing.
Ég var í morgun að lesa um hugtak sem mér skilst að sé mjög útbreitt og þekkt og heitir „content marketing“. Í stuttu máli fjallar það um að fræða viðskiptavininn um vöruna, m.ö.o. að búa til þekkingu um ágæti vörunnar hjá hugsanlegum viðskiptavini, án þess að hafa það markmið að selja. Þessi aðferð, að fræða og upplýsa neytandann/kaupandann skapar jafnframt traust og trúnað gagnvart fyrirtækinu sem er að bjóða vöruna: þeir vita hvað þeir eru að gera og eru ekki hræddir viða að láta upplýsingar/þekkingu frá sér fara. Í greininni sem ég las er talað um að gera viðskiptavininn „mere intelligent“, sem mér fannst nú dálítið djúpt í árina tekið, en svo þegar að við setjum það inn í okkar samhengi, sem er menntun og fræðsla, þá horfir það öðruvísi við. Ég sé það sem eitt af okkar helstu markmiðum, og um leið sóknarfærum, að fræða okkar „hugsanlegu viðskiptavini“ um verðmæti menntunar, hversu dýrmætt það er að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni einstaklingsins með símenntun. Eitt af lykilorðunum í sambandi við þetta hugtak er nákvæm markaðsmiðun. Og í framhaldi af því sem við vorum að vinna með í gær, þá datt mér í hug hvort ekki væri ein leið til að miðla því sem er að gerast í MSS eða Björgunarskóla Íslands, að blogga um starfsemi skólans í blöðum nærsamfélagsins, t.d. Suðurnesjatíðindum og einhverjum þeim tímaritum sem varða útivist.... Meira...
Why we buy: The science of shopping
Tveir helstu smásölu- og vörumerkjasérfræðingum heims þeir Paco Underhill & Martin Lindstrom voru með erindi á ráðstefnu sem haldin var hér á landi 25. september síðastliðinn. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Why We Buy: The Science of Shopping“. Þar fór Paco yfir þá þætti sem hafa áhrif á það hvað fólk kaupir, hvort sem það er í búðum eða á netinu. Hann hefur fylgt fólki eftir og skráð hjá sér hvert einasta skref sem það tekur til að skilja með nákvæmum hætti hvernig kaupendur bregðast við umhverfi sínu. Paco hefur skrifað bækurnar „Why We Buy: The Science of Shopping“, sem er ein mest selda bók heims um smásölu og vísindin á bakvið það hvernig við verslum, og „What Women Want“ sem fjallar um hversu mikil áhrif konur hafa á neysluvenjur heimilanna.
Martin Lindstrom er sérfræðingur á sviði vörumerkja. Hann er einna þekktastur fyrir bók sína Buyology þar sem hann stóð fyrir einni umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði „taugamarkaðsfræði“ (e. neuromarketing). Rannsóknin kostaði 7 milljónir dala og var sú stærsta í sögu taugamarkaðssetningar (neuromarketing). Lindstrom skannaði meira en 2000 neytendur með fMRI (heilasegulómun) og fékk djúpa innsýn í viðbrögð þeirra þegar þeir versla. Þannig tókst honum að greina það hvernig heilinn bregst nákvæmlega við auglýsingum og vörumerkjum.
Viðskiptavinir eru tvær sekúndur að velja hverja vöru í innkaupakörfunni sinni. Mikilvægustu spurningar smásalans ættu að vera: Hvað fær viðskiptavininn til að velja vissar vörur, sleppa öðrum, og — það sem er kannski mikilvægast — ákveða að koma aftur í ákveðinn stórmarkað á hverjum degi.
Allt þetta eru spurningar sem gaman væri að fá svör við. Þeir sem fóru á ráðstefnuna ættu að hafa fengið svör við þessum spurningum en við verðum ábyggilega að lesa okkur til um þetta í bókum þeirra félaga.
Mér finnst samt magnað að einhver hafi keypt sér miða á þessa ráðstefnu á 40.000 krónur! Stúdentum var boðinn miðinn á 20.000 krónur. Ráðstefnan var frá kl. 11:30-17:15. Hvað ætli margir hafi keypt sig inn á ráðstefnuna? Hver ætli fjárhagslegur ávinningur þeirra sölumanna sem mættu á ráðstefnuna sé?... Meira...
Ég sem markaðsafl
Hlutverk mitt sem markaðsaðila... Meira...
svona ætla ég að vinna
Síðan síðustu staðlotu hef ég verið að lesa í grunnbókinni sem ég verða að viðurkenna að mér finnst ekkert brjálæðislega skemmtileg en þetta gengur ágætlega. Verkefnin sem við vorum búinn að ræða í staðalotunni voru... Meira...
Markaðsmanneskjan ég!
Mér finnst hugmyndir markaðsfræðinnar hafa opnað nýjar dyr hjá mér. Mér datt aldrei í hug að þetta væri allt svona útpælt þó svo að ég vissi alveg að það væri sölutrix að hafa sælgæti og tímarit alveg við búðarkassann. Ég sé að það liggur gífurleg undirbúningsvinna við áætlanagerðir tengdum markaðsfræðinni og að það þarf að skoða allt útfrá sjónarmiði neytandans. Reglulegar áminningar, upplýsingar og tilboð um vöruna eru gríðar mikilvægar og meira að segja stærstu fyrirtækin hætta aldrei að auglýsa. En það er líka ráðgáta hvernig smáu og nýstofnuðu fyrirtækin eigi að hafa fjármagn til þess að auglýsa. Þá þarf að vera nógu klókur að finna upp á einhverju sniðugu sem að kostar ekki mikið. Til dæmis sá ég að tryggingafélagið Elísabet klæddi starfsfólkið sitt upp og það gekk um í miðbænum og setti pening í stöðumæla hjá þeim sem voru að renna út á tíma. Þannig voru þau áberandi í samfélaginu og komust á fréttasíðurnar.... Meira...
,,Ég sem markaðsafl“
Eftir nokkra umhugsun sé ég sífellt betur hlutverk einstaklingsins í markaðssetningu og sem markaðsafl. Í sumum tilfellum er aflið meðvituð gjörð eða athöfn en margt er líka ómeðvitað og ekki eins greinilegt og það meðvitaða.... Meira...
Ég sem markaðsfólk :)
Þegar ég sný til baka næsta vetur sem skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu sé ég fyrir mér að markaðssetja skólann sem fjarnámsskóla í almennu námi og í gegnum Fjarmenntaskólann (fjarmenntaskolinn.is) sem fjarnámsskóla í starfsnámi.... Meira...
Vikulegt blogg
Síðasta vika var fyrst vikan í vinnu við námið eftir fjarveru í september.... Meira...
Staðlota á mánudag og þriðjudag
Við hittumst á staðlotu á mánudaginn og þriðjudaginn.... Meira...