Þessi vefur er samstarfsvettvangur nemenda og kennara á námskeiðinu „Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna„. Hér má finna tilkynningar, pælingar og leiðbeiningar frá kennara ásamt verkefnum og bloggfærslum nemenda. ... Meira...
Allar færslur eftir Hróbjartur Árnason
Hérna er titillinn minn
flaj pdf æals dfælajsædflj aæsdljkfjæ alsd jfl
... Meira...
Bókaklúbburinn kominn í loftið
Þá er ég búinn að setja upp bókaklúbb fyrir okkur. (Sjá líka tengil efst hægramegin í efnisyfirliti vefsins.) Um er að ræða umræðuþræði. Þeir auðvelda okkur að fylgjast með umræðunni.
1) Þú býrð til nýjan þráð fyrir hvern kafla. Skrifaðu kaflaheitið í reitinn „Topic Title“. ATH í gráa reitnum sést að ég er búinn að búa til þráð fyrir fyrsta kaflann:
2) Þú tekur þátt í umræðunni um hvern kafla með því að opna fyrst þann þráð, og svara þar.
3) Taktu líka eftir „Brauðmolunum“, þeir sýna þér hvar þú ert stödd/staddur í umræðunni:
Skiptumst á að sýna leiðtogahegðun með því að koma umræðunni af stað. Skrifið spurningu sem byggir á lestri ykkar á kaflanum og tengir umræðuna við okkar veruleika.
Setjið svo að sjálfsögðu líka inn aðrar spurningar: Ef þið skiljið ekki eða viljið ræða afmarkaða hluta kaflans o.s.frv.
Þetta er svæði til að velta bókinni og lestrinum fyrir sér.
Ef þú lest eitthvað annað en þessa bók og vilt ræða það, getur þú annað hvort búið til nýjan þráð, eins og þráð fyrir hvern kafla í bókinni, eða búið til bloggfærslu og beðið okkur um að svara í athugasemdunum þar :-)
Bloggfærslur geta verið sýnilegar öllum, eða bara þeim sem eru skráðir inn í kerfið. Ef þú vilt að bloggfærsla sé aðeins sýnileg þeim sem eru skráð inn í kerfið þá merkir þú hann sem Einkamál undir fyrirsögninni „Sýnileiki“.... Meira...
Námskeiðið fer af stað, haustið 2017
Námskeiðið Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna hefst með stuttum fundi þriðjudaginn 29. ágúst. kl. 15-16:30 í stofu H-001. Það verður hægt að taka þátt í fundum námskeiðsins yfir netið:
- leiðbeiningar: https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/
- Fundarhrrbergi: http://c.deic.dk/namfullordinna
Námskeiðið er alveg að fara af stað haustið 2016
Námskeiðið er að fara af stað hautið 2016.
Við hittumst í húsnæði HÍ við stakkahlíð á staðlotu, skipuleggjum þá misserið og höldum svo af stað.
Nánari upplýsingar birtast hér á næstu dögum.... Meira...
Staðlota á mánudag og þriðjudag
Við hittumst á staðlotu á mánudaginn og þriðjudaginn.
Við hittumst kl. 9:00 (ekki kl. 8:20 eins og stenduur í UGLU)
Við verðum í stofu K-204 á mánudag og H-202 á þriðjudag.
Það væri gott að fá skilaboð um að þið hafið meðtekið tímasetninguna :
- í Facebook hópnum
- eða tölvupósti
Námskeiðið fer í gang haustið 2014
Námskeiðið Markaðssetning fræðslu fyrir fullorðna er að fara í gang.
Við byrjum á því að vinna nokkur lítil verkefni saman, hér á námskeiðsvefnum og í Facebook hóp námskeiðsins.
Skráið ykkur sem sagt í:
Svo er eitthvað efni hér sem þið getið byrjað að skoða, t.d. kennsluáætlun frá því að námskeiðið var kennt síðast. Það var niðurstaða samningaviðræðna á fyrstu staðlotunni þá. Nú er annað námskeið, og við semjum upp á nýtt ;-)
Ég ætla að biðja ykkur um að lesa bókina Strategic Marketing for Educational Institutions (2nd Edition)
Sjá hana og aðrar áhugaverðar bækur á bókalista námskeiðsins. Aðal bókin ætti að vera komin i bóksölu nema í Stakkahlíð.... Meira...
Málið er að dreifa hugmyndinni
Seth Godin hefur vakið athygli á sér fyrir margar góðar markaðshugmyndir. Hann hefur verið ötull við það að koma hugmyndum eins og „Viral Marketing„, „Permission Marketing“ og „Tribes“ á kortið. ==> Kynnið ykkur þær stuttlega fyrir laugardaginn.
Hér er fyrirlestur sem hann hélt á TED um nauðsyn þess að vera eftirtektarverður .ætli maður að ná árangri í markaðssetningu:
First ten: Blogfærslan sem Seth Godin vitnar til um að ef þeir fyrstu tíu sem sjá hugmyndina þína / Þjónustuna / námskeiðið hafa ekki áhuga þá er eins gott að sleppa því…... Meira...
Um notkun félagsmiðla við markaðssetningu fræðslu
Félagsmiðlar virðast vera orðinn einn aðal miðillinn sem notaður er í markaðssetningu…. fræðsla er þar að engu undanskilin. Þetta er eitt af þemunum sem við þurfum að skoða á staðlotunni.
Hlustið á fyrirlestur Maríönnu Friðjónsdóttur til að hita ykkur upp fyrir umræðuna:
1)
2)
3)
... Meira...
Aftur í nám…
Ég sit hér og skemmti mér við að lesa meistararitgerð (prófdómari). Hún fjallar um fólk sem fer aftur til náms eftir langt hlé. Sá hópur er einn af stóru markhópum símenntunarmiðstöðvanna á Íslandi. Það eru til nokkrar meistararitgerðir byggðar á viðtölum við fólk sem fór aftur í nám að loknu hlé. … Í niðurstöðum þessara ritgerða eru upplýsingar sem geta nýst okkur á þessu námskeiði. So: Hér er skyndiverkefni sem ég ætla að biðja alla að taka þátt í, gefðu þér klukkustund:
- Kíktu í Skemmu og líka í Gátt 2010 og veldu þér einhverja ritgerð / grein til að skanna. Skráðu sem svar við þessum pósti hvaða ritgerð/grein þú ætlar að skanna.
- Skrifaðu svo annað svar með stikkorðum: hvað hvetur hvað letur þennan markhóp í nám
- Svo þegar við höfum safnað gögnum skulum við ræða um það hvað það þýðir…