Hvers virði er allt heimsins prjál?

Hvar sem okkur ber niður í markaðssetningu og þeirri hugmynd að einhver geti boðið öðrum eitthvað sem er eftirsóknarvert og hafi merkingu hlýtur að koma upp spurningin um það hvaða virði umræddur hlutur eða hugmynd hefur. Það getur verið grundvallarspurning að velta því fyrir sér hvað felst nákvæmlega í því sem verið er að markaðssetja, hvað næst fram með því? Hvaða breytingar fylgja og hvaða máli skiptir það yfir höfuð?... Meira...

Meira um efnismarkaðssetningu – Content Marketing

Content Marketing eða efnismarkaðssetning snýst um það að búa til efni og miðla til fólks. Efnið verður að vera innihaldsríkt og hafa eitthvert virði fyrir fólk. Með efnismarkaðssetningu getum við komið á framfæri því sem við stöndum fyrir. Það er hægt að gera með því að veita upplýsingar, bjóða upp á ókeypis ráðgjöf, setja fram gagnlegar hugmyndir, pistla eða annað fræðandi efni. Þetta snýst um að gefa af sér og sýna fólki að við erum sérfræðingar á okkar sviði. Það skilar sér í því að fólk leitar svo til okkar þegar það þarf á okkar sérþekkingu að halda.... Meira...

Markaðssetning og markaðshyggja

Í síðustu viku vann ég með Auði og Særúnu í því að skoða markaðssetningu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.  Áhugaverðar pælingar komu út úr því og mjög ganglegt að fá endurvarp á þær á vídeófundinum.  Kaflar 5 og 6 í bók Kotlers & Fox voru mjög gagnlegir til að ramma verkefnið og um leið pælingarnar inn.  Þegar ég er að skoða menntakerfið á Íslandi að undanförnu koma upp sömu pælingar.  Af hverju er kerfið og áherslur þess svona nemendamiðað en ekki samfélags- eða atvinnulífsmiðað? Getur það tengst einstaklingshyggju okkar á vesturlöndum og er kjarninn í henni ef til vill markaðshyggja?  Markaðshyggja og markaðssetning er ekki það sama en skylt þó, áherslna á viðskiptavininn, er það ekki, sem oftar en ekki er skilgreindur þröngt.  Þarf ekki markaðssetning menntastofnana í auknum mæli að beinast að samfélagi og atvinnulífi?  Mér finnst það.  Markaðssetning án markaðshyggju eða hvað?... Meira...

Virði

Þessar meðvituðu pælingar síðustu misseri um markaðssetningu hafa opnað augun mín fyrir því hvar ég er stödd í þessu ferli með sjálfa mig og hvernig ég kem sjálfri mér á framfæri. Átta mig betur á því hvað við erum flest, ómeðvitað, að markaðssetja okkur sem einstaklingar hvort sem okkur líkar betur eða verr.... Meira...

Á ég að fara að selja mig?

Undanfarna daga hef ég verið á bólakafi í að setja mig almennilega og enn frekar inn í hugtakið „markaðssetning“. Án þess að hafa vitað af því, hef ég oft gert markaðsáætlanir og langbest hefði verið fyrir mig að nema þessi fræði fyrir 20 árum, þegar að ég stofnaði og rak „Dönskuskólann“ í ein 7 ár. Af þessum sökum er spurningin um það hvort að ég ætli að fara að markaðssetja sjálfa mig 56 ára, afar áleitin, og ef ekki sjálfa mig, þá hvað?
Í fyrirlestri sínum, ég held í fyrstu staðlotunni, sagði Magnús að allt væri á markaði. Mikið rétt. Það sem ég get markaðssett er það sem er inni í kollinum á mér; þekkingu, reynslu, innsæi, og hæfileika til að eiga góð samskipti við annað fólk. Og eitt enn, og það er það sem mestu máli skiptir, nefnilega sjálfstraust. Á árunum þegar að ég rak „Dönskuskólann“ vissi ég nákvæmlega hvernig ég ætlaði að sníða námsskeiðin faglega, ég vissi líka hvaða hópa ég ætlaði að krækja í og hvernig ég ætlaði að gera það. Það gekk mjög vel, en það sem var mér erfitt var, að ég átti enga samstarfsaðila. Ég reyndi oft að fá aðra með mér, en ég upplifði að enginn kennari væri tilbúinn til að yfirgefa öryggið sem fylgdi því að fá launin sín vandræðalaust um hver mánaðarmót. Skiljanlega. Á móti kom að nemendurnir voru allir dásamlegir og samskiptin við fullorðna fólkið sem kom til að æfa sig í tala dönsku og læra meira um danska menningu varð í sumum tilfellum að áralangri vináttu. Og nú stend ég í þeim sporum, að velta því fyrir mér hvernig að ég eigi að nýta mér þessa menntun sem allra best. Stofna nýtt fyrirtæki? Reyna að fá vinnu hjá einhverjum þeim aðilum sem standa að fullorðinsfræðslu? Athuga með möguleika á fullorðinsfræðslu erlendis, eða reyna að berjast fyrir fjarnámi og fullorðinsfræðslu í Kvennaskólanum? Ekki frá því að meðvituð og markviss markaðssetning á eigin hugarafli og hæfileikum, sé eitt það erfiðasta sem ég hefið tekið mér fyrir hendur. ... Meira...

II vörumerkið „Ég“

Að markaðssetja sjálfan sig er mjög athyglivert og erfiðara en það sýnist.  Í greininni The brand called you eftir Tom Peters  er fjallað um markaðssetningu á einstaklingnum sjálfum og gildi þess fyrir t.d. starfsframa. Eitt af því sem Tom Peters  ráðleggur  er að byrja strax á því að skilgreina sig sem vörumerki og svara þeirri spurningu hvað er það sem gerir vöru mína eða þjónustu framúrskarandi. Hugmynd hans er að skrifa 15 orð eða minna sem skilgreinir vörumerkið.  Hvað er það sem greinir þig frá hinum t.d. samstarfsfólki.  Við fyrstu sýn þá virðist þetta ekki mikið mál og greinin sjálf er bæði skemmtileg, auðlesin og greinagóð.  Ég ákvað að skella mér í 15 orða áskorunina ! Ja hérna hvað þetta var erfitt ég byrjaði á þriðjudaginn eftir að hafa lesið greinina og hef verið að kíkja yfir þetta reglulega síðan.  Þetta er í fyrsta sinn sem ég hugsa um sjálfan mig sem vörumerki og það er mun erfiðara en ég hélt. Í hvert sinn sem ég las yfir listann minn fannst mér ég óþarflega góð með mig.  Svo ég reyndi að fara eftir því sem segir í greininni og horfa á mig hlutlaust  þ.e.  ekki sem deildastjóra, leikskólakennara, verkefnastjóra, menningartengill, Trúnaðarmann og svo mætti lengi telja heldur frekar beint á það sem ég er góð í burt séð frá því hvort það sé í starfslýsingu minni.... Meira...

Markaðssetning framhaldsskóla

Stór hluti af vinnu minni í liðinni viku fór í það að heimsækja fjóra framhaldsskóla á vesturhluta landsins sem eru hluti af Fjarmenntaskólanum (fjarmenntaskolinn.is) og ræða við fólk þar um sameiginlega uppbyggingu starfsnáms á landsbyggðinni.  Þó viðfangsefnið væri ekki með beinum hætti markaðssetning þá var hún töluvert umfangsmikil í umræðunni.  Ef til vill að hluta til vegna þess að ég er upptekinn af henni þessa dagana en einnig af því að unnið er markvisst að henni.  Í einum skóla fer kennari til dæmis skipulega í fyrirtæki á svæðinu og ræðir við starfsmenn um menntun.  Í öðrum er unnið skipulega að markaðssetningu til að viðhalda ímynd skólans og höfðað til foreldra og nemenda með heimsóknum þeirra í skólann í vel skipulagðri dagskrá; vel ígrunduð stefna og markaðssetning.  Einnig rætt um hvers vegna skólar ná ekki til nemenda sem þeir eiga og þurfa að þjóna.  Fannst eftir heimsóknirnar að það myndi gagnast skólunum mjög vel að fara í gegnum skipulagða markaðsvinnu þar sem horft yrði til þarfa, nemenda, fyrirtækja og samfélags.... Meira...

Námskeiðsvefur