Sitt hvor hliðin á peningnum

Sami peningurinn ?

Enn er ég upptekin af fræðslu sem markaðsvöru og kennslu, miðlun, leiðbeiningum og þjálfun sem þjónustu. Við móttökum upplifun, vöru eða þjónustu eða öðlumst frekari hæfni og verðum meiri menn. Er einhver munur á markaðssetningu á vöru og þjónustu og fræðslu?
Skoðun mín hefur styrkst enn frekar í þá veru að þarna fari saman svo líkir hlutir að mér dettur í hug að líka því við sögu vísindanna um sköpun heimsins í samandburði við sköpunarsöguna eins og hún birtist í biblíunni. Við erum að tala um sitthvora hliðina á sama peningnum. Grunngildin eru það lík, stefið er það sama. Mig langar að máta síbreytilega sannfæringu mína um þennan skyldleika við pé-in sjö í markaðsfræðinni.
Við viljum miðla einhverju manna á milli, við verðum að vita hvað það á að vera. Það er fyrsta pé-ið „Product“, varan eða það sem við höfum fram að færa. Á einhvern hátt gerum við þarfagreiningu, þetta gerum við líka í fræðslumálum. Við kennum ekki bara eitthvað né heldur framleiðum bara eitthvað. Við hnoðum saman vöru úr hugmynd, til þess þurfum við einhverja uppskrift, leyfum henni að hefast, bökum og bjóðum.
Ekkert hér í heimi er í raun og veru ókeypis, einhver þarf að borga brúsann, finna þarf sanngjarnt verð hvort sem er fyrir fræðslutilboð eða almenna vöru og þjónustu. Sú greiðsla sem innt er af hendi þarf að minnsta kosti að dekka þann kostnað sem lagt hefur verið út fyrir auk þóknunar til þess að sá sem það gerði. Sú greiðsla þarf að minnsta kosti að tryggja að hann lifi af og geti greitt námslánin. Þarna er annað pé-ið „Pricing“.
Allt sem við veljum að gera verður að hafa áferð og laða einhvern að því sem við höfum fram að færa. Þriðja pé-ið er „Promotion“, útlitið, umbúðirnar, framkoman. Þetta snýst um hvernig við ætlum að ná athygli og komast á stefnumót við kaupanda eða nemanda. Hvorki seljum við eða kennum án þess að hafa fylgjendur. Hér verðum við að sýna fram á mögulegt gildi okkar.
Að koma á réttum stað á réttum tíma skiptir máli. Næsta pé er „Placement“. Hvorki selst vara né fer fram nám ef fólk fer á mis. Hér eru stundvísi og sveigjanleiki saman í línudansi. Allar tímasetningar, staðsetningar og viðmið verða að standast ásamt 360 gráðu breytileika fyrir ólíka einstaklinga.
Ef við ætlum að vaxa og dafna verðum við að kanna stöðuna reglulega og vega og meta hvernig okkur miðar. Þar kemur fimmta pé-ið „Physical evidence“ inn. Hér þurfum við að greina sérstöðu okkar.
Í beinu framhaldi tekur við vinna að framförum varðandi þá hluti sem við urðum áskynja við skoðun okkar á gengi vörunnar, áhrifum námsins, upplifun nemandans eða þjónustuþegans. Sjötta pe-ið „Process“ gefur okkur tækifæri til að festa jákvæða hluti í sessi. Nýta okkur meðbyr, mála þakið í sólskininu og laða að okkur viðskiptavini og nemendur á skipulagðan hátt. Gerum kennsluáætlun eða aðgerðaáætlun (action program).
Sjöunda og síðasta pé-ið getur hvort heldur sem er verið það flóknasta eða það einfaldasta, „People“. Fólk sveiflast eins og strá í vindi, tekur ófyrirséðar ákvarðanir en sýnir um leið sterka hjarðhegðun félagsverunnar. Þar gilda sömu lögmál hvort heldur sem við erum að tala um fræðslutilboð fyrir fullorðna eða almenna vöru eða þjónustu. Samfélagið, tíðarandinn, tískan og áhrifavald leiðtoga innan hópa þarf að gefa okkur takt til að dansa eftir hvert sem framboð okkar eru. Hér þurfum við að sanna gildi okkar. Framboðið fylgir eftirspurninni. En ef við eigum framboðið þá getum við gert ýmislegt til að stjórna eftirspurninni. Eða hvort kom nú á undan, hænan eða eggið? Það fara ekki fram viðskipti ef ekkert er til sölu.
Ég er eiginlega alveg sannfærð. Það gilda ekki nein sérstök lögmál um markaðssetningu fræðslutilboð. Það sem einn bíður öðrum er lítur alltaf svipuðum lögmálum við markaðssetningu.... Meira...

að skapa Tengsl og að segja sögu

Seth Godin stiklar á stóru í síðasta hlaðvarpsþætti sínum um „Seth Godins’ Startup School“ frá 1. júlí 2013: „Distinct and Direct“. Aðal umræðuefnið er hvernig skapa megi tengsl við væntanlega viðskiptavini og hann nefnir ýmsar sniðugar leiðir. Hann mælir t.d. með að nota tölvupóst frekar en t.d. Twitter færslur til að halda tengslum. Eitthvað sem kom mér svolítið á óvart þar sem ég hélt að tölvupóstar væru að verða úrelt fyrirbæri – sérstaklega í markaðssetningu. En eins og Seth bendir á: Fólk sem skráir sig á póstlista hjá þér treystir þér en fólk sem lækar Twitter færslu frá þér er fljótt að sveipa áfram í næsta og gleymir þér svo um leið. Tölvupóstar og ekki síst tölvupóst-listar eru því verkfæri sem er vel þess virði að vinna áfram með. Það sama kom reyndar fram á vef-námskeiði sem ég sótti nýlega varðandi tölvupóstforritið Mailchimp sem mér skilst sé eitt mest notaða tölvupóstforritið í markaðssetningu fyrirtækja í dag. Ég mæli með að skoða þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða varðandi hönnun á tölvupóstum, uppsetningu póstlista og sjálfvirkar póstsendingar af ýmsu tagi.... Meira...

námskeið til sölu – kostar eina tölu

Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því hvað þarf að huga að mörgu við markaðssetningu. Mér fannst bara liggja beint við að búa til einfalda auglýsingu, setja upp eitthvað verð og mynd og ýta svo á send til allra helstu auglýsinga- og bréfsnifsa bæjarins. Hugmynd mín um markaðssetningu hefur líklegast verið frekar einföld hingað til… Á síðustu vikum hef ég fengið örlitla innsýn inn í heim markaðsmálanna í þessum ágæta áfanga. Virði, markaðshlutun og nú kauphegðun. Það sem fram kemur í námsefninu er svolítið common sense… svona þegar maður er búinn að lesa það.... Meira...

Markaðshlutun lululemon

LULULEMON

Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan af LULULEMON, þeir auglýsa ekki á hefðbundin hátt heldur nýta samfélagsmiðlastjörnur og jógakennara til að auglýsa vörur sínar. Það sem mér þótti sérstaklega áhugavert við þetta er að þeir virðast hafa verið farnir að gera þetta svolítið á undan flestum öðrum. Þetta var á þessum tíma þekkt aðferð í keppnisíþróttum en ég er ekki viss með að þetta hafi þekkst mikið í almenningsíþróttum. Þeir gáfu jógakennurum vörur og í því fólst auglýsingin. Annað sem mér fannst mjög áhugavert í þeirra sögu er að vörurnar þeirra (upphaflega aðeins fyrir konur) voru ekki fyrir allar konur. Stærð 12 í US var stærsta stærðin og því var markhópurinn grannar konur sem stunda jóga. Eru þá feitir ekki velkomnir? Samræmist þetta þeim samfélagsgildum sem við erum stanslaust að berjast við að breyta í dag? Fitufordómar eru víða og því má segja að LULULEMON hafi aldeilis verið í einu efstu sætunum þar. Eftir smá rannsókn komst ég þó að því að þeir hafa bætt við stærðum og bjóða í dag upp á fatnað upp í stærð 20 í US. Þannig að þeir hafa tekið sig á sem er vissulega jákvætt.... Meira...

Lágmarks lífvænlegur markhópur

Seth Godin mælir með að einblína á hinn svokallaða „lágmarks lífvænlega markhóp“ (e. minimum viable audience) í staðinn fyrir fjöldann með þeim einföldu rökum að vandinn við fjöldann er meðaltalið. Þú neyðist til að bjóða fram vöru eða þjónustu sem hæfir meðaltalið og fyrir vikið nær varan eða þjónustan aldrei almennilega flugi. Þetta segir hann í viðtali við Caitlin Schiller um bókina sína „This is Marketing“ í hlaðvarpsþættinum Simplify og hann úrskýrir það einnig í blogginu sínu „Seth’s blogg“ í nokkrum færslum (https://seths.blog/2017/07/in-search-of-the-minimum-viable-audience/; https://seths.blog/2019/03/the-minimum-viable-audience-2/).... Meira...

Hvernig á að flokka trönuber?

Ég valdi að skrifa um hlaðvarpsþátt Seth Godin frá 25. Ágúst 2021. Ég valdi þenan þátt einfaldlega af því titillinn vakti áhuga minn.

Trönuberjabændur rækta mikið magn af trönuberjum en sum þeirra eru rotnuð. Hvernig greinum við muninn á rotnuðum trönuberjum og ferskum trönuberjum? Þeim er sturtað niður skábraut og þau sem skoppa nógu hátt komast í pokann sem verður seldur á markaðnum en hin renna niður í ruslflokkinn. Í reynd er skali af ferskleika trönuberja frá rotnum trönuberjum til smá úldina, tiltölulega fersk og svo framvegis til hágæða trönuberja.

Hver er stór, hver fullur og hver er hænuhaus?
Ef við myndum biðja alla höfuðborgarbúa að raða sér í röð eftir fæðingadegi myndi röðin vera nokkuð jöfn þó með smá frávikum.
Ef við hins vegar myndum biðja fólk að fara í röð eftir hæð myndum við fá nokkurs konar kúrfu þar sem fáir væru í allra lágvaxnasta hópnum og fáir í allra hávaxnasta flokknum en flestir í meðalhæð og þar um kring. Við getum leikið okkur með tölfræðina og fengið alls konar áhugaverðar niðurstöður þangað til ég spyr þig hver úr þessum hóp er hávaxinn? Þá vandast málið, því hvar ætlum við að draga mörkin. Ef við myndum t.d. segja að allir sem eru yfir 180cm séu hávaxnir erum við þá að segja að sá sem er 179cm sé ekki hávaxinn? Tökum annað dæmi. Ef lögreglan væri ekki með alkahólmæla til að mæla hver væri drukkinn og hver ekki hvernig ættum við þá að fara að því að ákveða hver er of drukkinn til að keyra og hver er edrú? Sumir þola alkahól betur geta drukkið án þess að finna fyrir áhrifum meðan aðrir eru svokallaðir ,,hænuhausar” og þola ekki hálft glas af áfengi án þess að verða þvoglumæltir. Sem betur fer eru lögin skýr með þetta ,,eftir einn ei aki neinn”, gott slagorð sem allir muna.

Fólk er eins og trönuber
Hvað með sjúkdómsgreiningar eða heilkenni eins og einhverfu? Er það alveg svart á hvítu annað hvort ertu með einhverfu eða ekki? Síður en svo því flest sem við kemur fólki er á einhvers konar rófi eins og trönuberin. Sumir eru með væg einkenni einhverfu og geta lifað nokkuð eðlilegu lífi en aðrir þurfa mikla aðstoð og eiga í erfiðleikum með að tjá sig. Þess vegna þurfum við að vera mjög varkár með að stimpla. Scott Alexander geðlæknir og bloggari hefur skrifað mikið um það sem hann kallar taxometrics https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2710982/ Það er að ef við ætlum að reyna að mæla eitthvað sem ekki er hægt að mæla með tölum eða mælikvörðum verður niðurstaðan nánast undantekningarlaust röng. Getur verið að við drögum úr líkum á því að einhver geti bætt sig ef við stimplum þau veik í byrjun? Með því að stimpla getur okkur yfirsést að meta einstaklinginn af verðleikum sínum. Enginn tveir eru eins, allir eru einstakir. Við þurfum að leyfa fólki að njóta vafans stundum og ekki afskrifa það of fljótt. Þegar við flokkum út frá eigin hræðslu gerum við það yfirleitt ranglega.

Hvað hefur þetta með markaðsfræði að gera?
Þessi umræða er gerð til að hugsa dýpra út í hverjum við eigum að treysta, hverjum eigum við að taka mark á, hverjum eigum við að fylgja og svo framvegis.

Hvenær er eitthvað góð hugmynd?
Í seinni hluta þáttarins hringir fólk inn með spurningar. Ég ætla að segja ykkur frá einni spurningunni. Einn maður spyr um ráð varðandi tónlistarvef sem hann er með og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram með eða ekki. Seth Godin segir að það séu tvær spurningar sem hann þurfi að spyrja sig: Hefur einhver í þínu fagi náð þessum árangri frá því sem þeim stað sem þú byrjaðir að því marki sem þú vilt ná? Ef svarið er nei þú vilt vera sá sem ryður brautina. Ef svarið er já þá skaltu spyrja þig þegar þeir/þær/þau voru í byrjunar fasanum hvaða merki voru þar fyrir þá/þær/þau sem gáfu þeim von um að þetta myndi ganga upp?
... Meira...