Er menntun eins og hver önnur vara?

Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin er til sölu eða afnota af einhverju tagi. Fyrirfram hélt ég að önnur lögmál giltu, en hefði samt engin sérstök rök fyrir því í eigin huga.
Áður en ég mætti í fyrsta tímann í Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna hjá Hróbjarti og Magnúsi velti ég því stuttlega fyrir mér hvað við værum að fara að læra á þessu námskeiði. Ég sá á kennsluáætluninni að við ætluðum meðal annars að svara eftirfarandi spurningum: „Hvernig hönnum við og skipuleggjum námskeið eða önnur námstilboð þannig að þau höfði til þeirra sem þau eru skipulögð fyrir? Hvernig náum við til „réttu“ þátttakend-anna? Hvernig er hægt að nota nýja miðla til að ná til þátttakenda?“ (Hróbjartur Árnason og Magnús Pálsson, kennsluáætlun, NAF005F haust 2021). Enn var ég viss um að það færi engin að skipuleggja námskeið, setja saman námsbraut eða stofna skóla nema hafa örugga viðskiptavini. Annað hvort væri sérstaklega óskað eftir fræðslunni af nemendunum, frá atvinnulífinu, að hið opinbera vantaði nám til að tryggja að hægt væri að fullnægja markmiðum eða eitthvað slíkt. Þetta var um það bil það sem var að gutla í höfðinu á mér. Enn var hugsunin frekar grunn og á eins konar floti í hausnum á mér því ég hafði aldrei velt því fyrir mér áður hvort lögmálin væru önnur.
Þá fór ég að reyna að svara spurningunni frá hinu sjónarhorninu. Hvað drífur einhvern áfram í að selja einhverja vöru eða þjónustu. Án þess að vera búin að lesa mikið í fræðunum, held ég að það sé tvennt. Markaðurinn kallar á eitthvað sem þú átt í pokahorninu eða þú ert alveg viss um að vera með eitthvað í þínum fórum sem þú getur miðlað til annarra, annað hvort frá sjálfum þér eða sem milliliður. Sá sem hefur sölu á nýjum gosdrykk hlýtur að luma á rosalegri uppskrift eða vera nokkuð viss um þorsta eða löngun hjá einhverjum hópi og sér þar tækifæri. Þetta hafði ég talið mér trú um og það hefur styrkst með lestrinum í haust. Áfram var spurningin þó opin og ég fór smá saman að sannfærast um að það væri ekki munur á námsframboði og öðru framboði.
Enn eitt sjónarhornið sem ég fór að skoða var eigin reynsla. Af hverju fór ég að bjóða upp á námskeið þar sem ég kenni um hugmyndafræði Uppbyggingar (e. Restitution) og verkfæri og leiðir til að vinna með hana í inni í menntastofnunum? Hvað dreif mig áfram? Í mínu tilviki þá lærði ég um hugmyndafræðina, vann samkvæmt henni, gerðist leiðbeinandi og tók virkan þátt í félagsskap áhugafólks um fræðin áður en ég fór að bjóða upp á námskeið. En hvers vegna? Svarið er líklega tvíþætt, eftirspurnin var og er mikil og ég er viss um að aðrir geti nýtt sér það sem ég hafði lært. Þannig að ef ég ber það saman við gosdrykkjaframleiðandann þá var ég bæði með góða uppskrift í mínum fórum (framboð) og hóp þyrstra tilvonandi neytenda (virk eftirspurn).
Þegar kom að því að mæta í innilotu og byrja að kafa enn frekar í fræðunum, hvað kom í ljós? Ekkert var minnst á sérstöðu náms eða fræðslutilboða samanborið við aðra vöru eða þjónustu sem markaðssett er. Mörg skemmtileg dæmi voru tekin og enginn sérstakur stallur eða eitthvað slíkt fyrir þessa gerð af vöru. Annað kom mér meira á óvart að þekking mín og reynsla af uppbyggingunni mun líklega koma mér mun meira að gagni en ég hafði fyrir fram átt von á. Mikill tími fór í heimspekilegar umræður um vöxt, trúverðugleika, raunverulegt virði og hvernig hver og einn verður að átta sig á því fyrir hvað hann stendur til að geta byggt það upp.
Ég hlakka enn meira til að læra meira um markaðssetningu fræðslutilboða því nú finnst mér markaðsfræði sem jafnvel er að gufa upp sem ein stök fræðigrein enn meira spennandi sem grein tvinnuð inn í félagsfræði, sálfræði og aðrar greinar sem fjalla um hegðun, framkomu og samskipti okkar mannanna.
Í námsbókinni okkar Foundations of Marketing segja höfundarnir, John Fahy og David Jobber meðal annars að menntastofnanir hafi orðið markaðsdrifnar í auknu mæli. Þeir segja samfara samfélagslegum breytingum hafi samkeppni um nemendur aukist. Þeir segja háskóla hafa þurft að skilgreina sig upp á nýtt, búa til vörumerki og fara í markaðsherferðir og kynningar. Þeir segja skóla hafa farið út í samskonar greiningavinnu og fyrirtæki við að bera kennsl á væntanlega viðskiptavini og þeir hafi breytt þjálfun fyrir þjónustu í þeim tilgangi að breyta fyrirspurnum í sölu (2019:13). Þarna er menntun bara tekin sem dæmi eins og hvert annað fyrirbæri.
Ætli mitt ævistarf, kennsla og miðlun þekkingar, sé hvorki nokkuð merkilegri né ómerkilegri en hver önnur vara eða þjónusta. Markaðsfræði er markaðsfræði og ég hlakka til að kynnast nánar þeim lögmálum sem gilda þegar kemur að þessari hlið mannlegs eðlist því þetta eru víst engin geimvísindi heldur endalaus spírall þar sem við kynnumst nánar hegðun út frá framboði, eftirspurn, trúverðugleika, virði, tengslum, gæðum, vexti, samkeppni, vali, vörum, staðsetningu, menningu, ferlum, aðgengi og upplifun svo eitthvað sé nefnt.... Meira...

Hvers ,,virði“ er ég?

My value is not determined by what people think about me. – FS News Online

Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég hef lítið velt fyrir mér markaðsmálum þar til nýlega. Nú er ég að pæla í öllu því sem ég sé í kringum mig, auglýsingum í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum, í útvarpi, í bæklingum og annars staðar. Ég er að velta fyrir mér virði vörumerkja og fyrirtækja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér sögu merkja og þeim hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra og hafa leitt þau á þann stað sem þau eru á í dag eða vinnunni sem liggur að baki merkis. Núna mun ég pæla meira í þessu, sérstaklega kjarnavirði fyrirtækja og vörumerkja, hver gildi þeirra eru og hvað þau gera til þess að framfylgja þeim. Hugsun mín er orðin gagnrýnni gagnvart auglýsingum og nú allt í einu sé ég hvað sumar auglýsingar eða slagorð eru frábær en önnur bara alls ekki.
... Meira...

Seth Godin – The MCM eða lágmarkið

The minimum critical mass – lágmarksvinsældir Critical mass refers to the size a company needs to reach in order to efficiently and competitively participate in the market. This is also the size a company must attain in order to sustain growth and efficiency – hagkvæmni Nú erum við allar búnar að stofna fyrirtæki og gera markaðsáætlun en til að fyrirtækin okkar nái árangri þá þarf að ná til markaðarins og ná athygli áhrifavalda. Seth Goden bloggaði um daginn um „The minimum critical mass“ þar sem hann fjallar um hvernig við eigum að ná til réttu aðilanna og rétta fjöldans til að fyrirtækin okkar fari að blómstra. Um leið og rétta fólkið og réttur fjöldi er búinn að taka eftir nýja fyrirtækinu þínu fara hjólin að snúast. Um leið og rétti hópurinn er farinn að tala um fyrirtækið þitt við rétta fólkið fer salan af stað. Um leið og viðskiptavinir okkar fara að mæla með okkar fyrirtæki þá þarf ekki lengur að auglýsa og salan margfaldast.  Samt er staðreynd að flestir markaðsfræðingar eru að blekkja sjálfan sig.  Þeir ímynda sér að sölumarkmiðið sé alveg að nást en í raun er það í órafjarlægð. Því staðreyndin er sú að markaðstarf er eins og lekur bátur þú þarft stanslaust að vera að „ausa bátinn“ til að halda þér á floti.   Erfiðasti hluti markaðsstarfsins er að fá fylgendur á þína heimsíðu.  Í markaðsfræðinni er þetta kallað Minimum Critical Mass (MCM) og strákarnir í Harvard sem stofnuðu Facebook 2004 þurftu bara 100 notendur í byrjun til að Facebook færi á flug um heiminn og í dag eru um 1600 milljónir virkir notendur. Þessi hluti er erfiðastur þ.e. að finna rétta fólkið sem hefur áhrif og mun veita okkur brautargengi í markaðssetningunni.... Meira...

Flipboard 4 – tímasetning innleggja á samfélagsmiðlum og sjö algeng mistök.

Nú er ég farin að venjast  flipboard og skilja aðeins hvernig það virkar. Best að passa sig að drukkna ekki í öllu efninu en nýta þetta alltsaman til gagns í náminu. Ég er farin að sjá fyrir mér að flipboard sé komið til að vera í mínu lífi. Ég fann áhugverða bloggfærslu á www.branex.ae eftir Yousuf Rafi um hvenær sé best að birta færslur á Twitter, Instagram og Facebook.  Höfundur heldur því fram að tímasetningar markaðssókna á samfélagsmiðlum skipti miklu máli. Til þess að vita hvað virki best þarf að þekkja markhópinn og hvernig hann hegðar sér. Samkvæmt höfundi er best að pósta á Facebook eftir hádegi á fimmtudögum og föstudögum áður en vinnudegi líkur. Þá fer fólk að ókyrrast í vinnunni og vill tékka á afþreyingu fyrir helgina. Á Instagram er mest umferð seinnipartinn á mánudögum aðallega þar sem mikið af fyrirtækjum setja inn efni á þeim tíma. Á Pinterest eru flestir snemma á laugardögum. Pinterest er miðill sem felstir nota í aflsöppun yfir kaffibolla meðan þeir velta fyrir sér innkaupum eða innréttingum heimilisins. Twitter virkar best eftir hádegi virka daga, meðan fyrirtæki eru opin. Mikið getur þó haft áhrif á þetta og verður hvert fyrirtæki að útbúa sína strategíu að sögn höfundar. Ef þú selur ullarvörur er haustið þinn tími, föndur er vinsælt í aðdraganda jóla og afþreying selst best undir lok vinnuvikunnar. Að lokum bendir höfundur á að því meira sem fyrirtæki vita um markhópinn sinn þessu markvissari verða markaðsáætlanir þeirra á netinu. Á www.saleshub.ca fjallar Tyler Abbot um sjö ástæður þess að markaðssetning á samfélagsmiðlum skilar ekki tilsetnum árangri. Fyrstu mistökin snúa að því að þekkja ekki markhópinn sinn. Mikilvægt að þekkja markhópinn áður en farið er í markaðsherferð. Í öðru lagi nefnir höfundur ónóga notkun mynda og myndefnis. Myndirnar þurfa að tengjast því sem er verið að markaðssetja og byggja upp traust og áhuga viðskiptavina. Í þriðja lagi þurfa svo kallaðar „læka og deila“ herferðir að vera marvissar. Hvað fær viðskiptavinurinn í staðinn? Hverjar eru líkur á vinningi? Ef þetta er ekki ljóst eru líkur á að herferiðin skili ekki tilætluðum árangri. Í fjórða lagi þarf að huga vel að tímasetningum eins og Yosouf Rafi benti á í sinni færslu. Við þurfum að vita hvenær markhópurinn okkar er á nota samfélagsmiðla. Í fimmta lagi þarf að greina herferðirnar vel, halda utan um alla tölfræði til að sjá hvað virkar. Í sjötta lagi veldur leiðinlegt innihald því að markhópurinn er ekki að virkjast. Samfélagsmiðlar snúast ekki um einhliða samskipti heldur samtal milli viðskiptavina og þeirra sem selja vörur og þjónustu. Í sjöunda og síðasta lagi má fólk ekki setja sér óraunhæfar væntingar. Það tekur tíma að byggja upp samband við viðskiptavini sína á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru hluti af stærra markaðsplani, það á ekki setja allt traust sitt á þá. In the long-term, social platforms increase your brand’s visibility, but social media should not be your only marketing strategy. You are unlikely to attract heaps of new customers right away. Social media is a component of your overall marketing strategy and should run alongside and support all marketing campaigns.  ... Meira...

Copyblogger – Lexía 5

Jæja, þá er komið að því sem ég var að bíða eftir … Copyblogger „vinahópurinn“ veit hve mikla þörf eg hef fyrir að ná góðum tökum á innihaldi bloggsins míns … svo að ég geti orðið góð í því sem kallað er  „content marketing“. … Copyblogger býður sem sagt upp á námskeið í blogg innihaldsmarkaðssetningu með „litlum“ mánaðarlegum greiðslum. Copyblogger „vinirnir“ mínir fullyrða að þeir séu búnir að kenna þúsundum lesenda og hlustenda á innihaldsmarkaðssetningu og nú eru þeir til í að bjóða mér að taka þátt í slíku námskeiði ómissandi námskeiði… af því þeir vilja svo mikið hjálpa mér að ná góðum árangri. Svo er spurt hvort ég sé tilbúin  að taka næsta skref … sem er að sækja … þetta sérstaka námskeið hjá þeim … með mánaðarlegum greiðslum í stað árlegrar greiðslu … Í þessu felst að ég fengi aðgang að hópi sem þeir kalla „Authority“ … … Í náminu felast mánaðarlegir meistarabekkir þar sem fjallað er um efni sem ég hef þörf fyrir … mánaðarleg markþjálfun (ég er markþjálfi sjálf) … spurningatímar þar sem hópurinn kemur saman og spyr og svarar … og tímar þar sem við mundum skoða tilvik (e. cases) … þar sem við getum lært ýmsa tækni af öðrum sem hafa nú þegar náð góðum tökum á „conent marketing“. Og svo er bara að ýta á hlekkinn og byrja … segir hún Simon ? Ég held reyndar ekki …. Áhugi minn á að fylgjast með Copyblogger er eitthvað að minnka … Ég ætla að sjá til hvað setur … Fróðlegt að sjá hvernig þessi markaðssetning  á netinu virkar … Byrjar alltaf svo auðmjúkt … og svo koma tilboðin sem kosta bara eitthvað „pínulítið“…. en alltaf í áskrift …... Meira...

Copyblogger – Lexía 4

Jæja, þá er komið að þremur mikilvægum atriðum sem varða gæðablogg að mati Copyblogger hópsins. Blogg getur orðið mjög vandræðalegt að sögn Copyblogger hópsins. Fólk hefur spurt þau á Copyblogger hvers vegna síðan þeirra hafi misst vinsældir sínar hjá leitarvélum – það hefur áhyggjur af því að lesendum hafi fækkað og færri fara inn á síðuna þeirra.  Copyblogger hópurinn segir að slíkt ráðist fyrst og fremst af því að innihald bloggsins sé bara svona lélegt – að innihald bloggsins sé líflaust, karakterlaust og lesandinn hafi ekkert gagn af því að lesa bloggið eða að bloggið hafi ekkert skemmtanagildi – og fyrirsagnirnar séu hörmung. Lesendur sleppa því að lesa slík blogg.
  1. Bloggið verður að vera gagnlegt.
Efni bloggsins verður að hjálpa lesendum að leysa einhver vandamál eða taka á einhverjum viðfangsefnum sem þeir eru að takast á við. Þess vegna er gagnlegt að byrja bloggið á „hvernig“ (e. how to) og í framhaldi af því að hugsa vel um það hvernig hægt er að ljúka setningunni þannig að hún veki áhuga og athygli. Hluti af því að gera innihaldið gagnlegt fyrir lesandann er að lesandinn upplifi bloggið sem vinalegt eða vingjarnlegt (e. friendly).
  1. Bloggið verður að vera áhugavert
Gott blogg verður að vera persónulegt. Það þarf að búa yfir ákveðnum stíl. Það verður að fela í sér ákveðið „vald“. Það er æskilegt að slegið sé á létta strengi, að í blogginu sé varpað fram ákveðnum skoðunum á tilteknum málefnum, það sé aðlaðandi og endurspegli mikinn áhuga á málefninu. Það má ekki vera þurrt eða innihaldssnautt. Ef lesandinn vill bara fá tilteknar staðreyndir um ákveðið efni fer hann á Wikipedia. Þegar hann vill fá áhugavert efni, tilteknar skoðanir á málefni, litrík sjónarmið og krydd í tilveruna – getur þú stigið inn með grípandi blogg.  Það sem skiptir máli er að bloggarinn komi skoðunum sínum á framfæri á áhugaverðan máta – slái í gegn! Ef bloggarinn verður of „fræðilegur“ eða bloggið virðist koma frá stóru fyrirtæki er kominn tími til að staldra við. Þá er bloggarinn á rangri leið. Bloggið á að vera persónulegt, vinalegt og þannig úr garði gert að það sé eins og bloggarinn sé búinn að sjá í gegnum vandamálið eða viðfangsefnið sem er til umræðu.
  1. Bloggið verður að vera grípandi (e. cookie)
Þegar þú ert að senda netpóst, blogga, búa til myndbönd, bæklinga eða annað efni sem er bæði gagnlegt og mikilvægt er mikilvægt að efnið sé grípandi. Grípandi efni hrósar lesandanum fyrir að lesa bloggið og deila því. Í hvert skipti sem lesandi bloggsins ýtir á „linkinn“ þinn, opnar netpóstinn, eða deilir efninu, gerast góðir hlutir – þá er gagnlegum, áhugaverðum og vingjarnlegum upplýsingum miðlað. Bloggarinn verður að setja sig í spor lesandans og spyrja sjálfan þig hvort  bloggið sé einhvers virði fyrir lesandann. Hjálpar bloggið lesandanum að nálgast markmiðin sín? Er bloggið skemmtilegt? Er áhugi lesandans vakinn á málefninu? Er útlit síðunnar notalegt? Er aðgangur að síðunni þægilegur? Er innihaldið hannað þannig að það sé auðvelt að lesa það? Virkar bloggið þó notuð séu ólík tæki og/eða tækni til að nálgast það? Gagnlegt og áhrifaríkt blogg er hornsteinn „innihalds markaðssetningar“ (e. content marketing) …  og laðar fljótt að sér mikinn fjölda lesenda – og hugsanlegra viðskiptavina. Og nú er komið að fyrstu heimavinnu Copyblogger hópsins. Þar eiga nemendur að huga að hugsanlegum vandamálum lesendahópsins … vandamálum sem hægt væri að bregðast við. Hvað er að valda lesendunum áhyggjum? Hvað getur bloggarinn fjallað um sem gerir líf þeirra bærilegra? Bloggarinn er hvattur til að leiða hugann að þessu (e. brainstorm), taka saman lista yfir allt sem kemur upp í hugann  og byggja frekari skrif á hugmyndunum.... Meira...

Copyblogger – Lexía 3

Ég er sem sagt á fríkeypis námskeiði hjá Copyblogger um „blogging“ … fæ reglulega póst í pósthólfið mitt með margvíslegum góðum ráðum og tengingum á ýmsa hlekki … Copyblogger-hópurinn (e. team) er orðinn eins og einn af vinum mínum … þau/þeir/þær heilsa mjög kumpánlega og virðast mjög „kúl“ eins og einhver tengdi við HR í staðlotunni 24. október 2017.  Þegar ég fer að blogga fyrir alvöru ætla ég að hafa þetta í huga hvernig ég heilsa bloggvinunum mínum. Lexía 3 byrjar svona:  „Hi there! It’s the Copyblogger team again.“  Eins og það sé heill hópur hér á ferð. Við erum svo sannarleg orðnir vinir/vinkonur og það bara í upphafi þriðju lexíu. Svo koma skilaboð dagins til grænjaxlsins: „Við viljum bara vera viss um að þú sért að fá netpóstinn frá „My Copyblogger“ eins og þú óskaðir eftir. Ef þú hefur ekki fengið fyrstu tvö bréfin skaltu skoða „spam“ pósthólfið eða „junk“ hólfið. Þeir sem deila netföngum breyta oft því hvernig þeir meðhöndla hlutina … já, næstum daglega, en ef þú „hvítlistar“ (e. whitelist) okkur (þ.e. news@copyblogger.com) eða skráir okkur sem öruggan sendanda (e. safe sender) ættu hlutirnir að ganga tiltölulega vel fyrir sig. En hvað sem þessu líður þá erum við mjög ánægð með að hafa þig um borð, og vonum að þú fáir tonna virði með því að taka þátt í þessu netpóstanámskeiði. …. Svo kemur það sem Hróbjartur talaði um á námskeiðinu í dag 24. október 2017 … að hingað til hefur allt verið ókeypis en núna er hugsanlegt að fara að versla eitthvað pínulítið af vinahópnum mínum: „p.s. við fáum mikið af spurningum þar sem fólk er að spyrja hvort við getum unnið með „maður á mann“, eða svarað spurningum frá einstaka fyrirtækjum. Við getum gert það … það er innan okkar valdsviðs … það er mögulegt innan þessa námskeiðs … Af því að þú skráðir þig á námskeiðið ert þú gjaldgeng/ur fyrir sérstakt verð. Við munum senda þér nánari upplýsingar um þetta innan fárra daga. Fyglstu með netpóstboxinu þínu, því að í næsta bréfi, munum við fjalla sérstaklega um það sem þarf til að gera gott innihald (e. content) að frábæru innihaldi.“ Já, það fer að nálgast þetta með að vita hvað felst í góðu innihaldi.  ... Meira...

Hugrenningar

Ég hef gaman að vera í markaðsetningar áfanganum og foreldrafræðslunni samhliða og oft á tíðum átta ég mig ekki á því hversu úthugsuð markaðsetningin er. Ég var t.d. að hlusta á fyrirlestur núna með Jean Illslay Clark þar sem hún var að segja frá því að hana langaði að kaupa handa barnabarninu sínu náttkjól sem var ekki með e-h merkingu framan á náttfötunum. Þegar hún fann eftir mikla leit, kjól sem var bara með blómið eða e-h álíka pakkar hún honum inn og gefur henni. Þegar stúlkan opnar pakkann þá lítur hún á merkimiðann og segir ég fíla þessa “brand” áður en hún skoðar kjólinn. Þar kemur þetta orð BRAND aftur upp, sem ég hef heyrt svo oft áður, í þetta sinn ákvað ég að fara í smá leit og skoða hvort ég dytti inn á góðan fyrirlestur sem útskýrði þetta hugtak fyrir mér. Í leiti minni datt ég inn á skemmtilegan TED fyrirlestur með Morgan Spurlock, hann segir skemmtilega frá. Hann talaði um að vilja gera bíómynd sem er algjört gegnsæi (transperanc) þ.e.a.s. markaðsetningin í myndinni. Hann leitaði til hinna ýmsu Branda í til aða kanna hvort þau vildu vera með í bíómyndinni og fá vörumerkið sitt á skjáinn, honum til undrunar var lítil þátttaka. Það virtist vera að þau vildu vera a skjánum en ekki með fullkomnu gegnsæi. Vandamálið virtist því vera gegnsæi og grínaðist hann með það í fyrirlestrinum að þegar hann sló inn gegnsæi þá kom mynd af konu í gegnsæjum bol. Í fyrirlestrinum komu líka upp hugtök eins og Brand Identaty/Brand personality sem mig langar að kynna mér frekar því þar sem ég mun í framtíðinni selja mína þjónustu og þarf því að BRANDA sjálfan mig. Ég sé að hér inni eru fleiri búin að vera að velta fyrir sér þessu hugtaki sem ég hlakka til að kynna mér betur. Þetta er svona fyrilestur sem mig langar að horfa á aftur þegar ég er komin inn í markaðsetninguna á fullu því það var svo mikið að efni sem hann fór yfir sem ég kannski var ekki alveg að ná, ég lofa fyrirlestrinum að fylgja hér með ef þið viljið kíkja á hann. https://www.youtube.com/watch?v=Y2jyjfcp1as    ... Meira...

Flipboard 3 – Markaðssetning á samfélagsmiðlum.

Ég held áfram þessu flipboard ævintýri mínu. Áherlsan er á markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við lestur á bloggfærslum um markaðssetningu tek ég eftir því að þeir sem þar skrifa benda á að ekki sé nóg að opna facebook síðu, instagram eða snaphcat reikning og auglýsa vörur þar á hefðbundin hátt. Þeir benda á að það er margt sem aðskilur hefðbundið markaðsstarf frá markaðsstarfi á samfélagsmiðlum. Ég fann áhugaverða bloggfærslu á www.inc.com eftir Jeremy Goldman sem fjallar um hvernig gera skuli markaðsáæltun á samfélagsmiðlum. Höfundurinn telur mikilvægt að áætlunin byggi á stöðumati þar sem núverandi staða fyrirtækisins er tekin fyrir. Höfundur leggur til að búa til yfir lit yfir eftirfarandi atriði;  Á hvaða samfélagsmiðlum er fyrirtækið? Eru reikningar þess virkir? Hvernig eru þeir notaðir og af hverjum geta verið gagnlegar spurningar. Síðan er mikilvægt að halda utan um gögn. Fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum og þróun þeirra. Er þeim að fjölga eða fækka? Hvers vegna fjölgar eða fækkar þeim? Auk þess er mikilvægt að greina hvaða póstar fá mest viðbrögð. Síðan þarf að setja sér mælanleg markmið með áætluninni, þau þurfa að vera tímasett og helst SMART (Skýr, mælanleg, aðlagandi, raunhæf og tímasett). Ætlar fyrirtækið að ráða manneskju til að sjá um samfélagsmiðla eða láta verktaka sjá um verkefnið? Að lokum þarf að huga að mikilvægi þess að samfélagsmiðlar eru ekki lengur ókeypis. Kerfið byggir á kostuðum færlsum og þarna þarf að greina og forgangsraða þeim fjármunum sem setja á í verkefnið. Mikilvægt er að átta sig á því að markaðssetning á samfélagsmiðlum felst ekki síður í því að selja ávkeðna ímynd frekar en ákveðna vöru. Samfélagsmiðlar byggja einnig á gagnvirkum samskiptum sem mikilvægt er að nota. Í annari bloggfærslu á buissness2community.com fer Angela Hausman yfir mismunin á stafrænum vs. hefðbundum miðlum. Stærstu mistök sem fólk gerir er að nýta samféglagsmiðla fyrir einhliða skilaboð. „Digital isn’t a channel. It’s a totally different way of looking at the world and engaging with your audience.“ Höfundur hvetur lesendur til að nýta samfélagsmiðla til að skapa vettvang til að hlusta á þarfir og skoðanir viðskiptavina til að gera þjónustu og vörur betri. Það nennir engin að fylgjast með einhliða boðskap á samfélgsmiðlum.... Meira...