Hvernig á að flokka trönuber?

Ég valdi að skrifa um hlaðvarpsþátt Seth Godin frá 25. Ágúst 2021. Ég valdi þenan þátt einfaldlega af því titillinn vakti áhuga minn.

Trönuberjabændur rækta mikið magn af trönuberjum en sum þeirra eru rotnuð. Hvernig greinum við muninn á rotnuðum trönuberjum og ferskum trönuberjum? Þeim er sturtað niður skábraut og þau sem skoppa nógu hátt komast í pokann sem verður seldur á markaðnum en hin renna niður í ruslflokkinn. Í reynd er skali af ferskleika trönuberja frá rotnum trönuberjum til smá úldina, tiltölulega fersk og svo framvegis til hágæða trönuberja.

Hver er stór, hver fullur og hver er hænuhaus?
Ef við myndum biðja alla höfuðborgarbúa að raða sér í röð eftir fæðingadegi myndi röðin vera nokkuð jöfn þó með smá frávikum.
Ef við hins vegar myndum biðja fólk að fara í röð eftir hæð myndum við fá nokkurs konar kúrfu þar sem fáir væru í allra lágvaxnasta hópnum og fáir í allra hávaxnasta flokknum en flestir í meðalhæð og þar um kring. Við getum leikið okkur með tölfræðina og fengið alls konar áhugaverðar niðurstöður þangað til ég spyr þig hver úr þessum hóp er hávaxinn? Þá vandast málið, því hvar ætlum við að draga mörkin. Ef við myndum t.d. segja að allir sem eru yfir 180cm séu hávaxnir erum við þá að segja að sá sem er 179cm sé ekki hávaxinn? Tökum annað dæmi. Ef lögreglan væri ekki með alkahólmæla til að mæla hver væri drukkinn og hver ekki hvernig ættum við þá að fara að því að ákveða hver er of drukkinn til að keyra og hver er edrú? Sumir þola alkahól betur geta drukkið án þess að finna fyrir áhrifum meðan aðrir eru svokallaðir ,,hænuhausar” og þola ekki hálft glas af áfengi án þess að verða þvoglumæltir. Sem betur fer eru lögin skýr með þetta ,,eftir einn ei aki neinn”, gott slagorð sem allir muna.

Fólk er eins og trönuber
Hvað með sjúkdómsgreiningar eða heilkenni eins og einhverfu? Er það alveg svart á hvítu annað hvort ertu með einhverfu eða ekki? Síður en svo því flest sem við kemur fólki er á einhvers konar rófi eins og trönuberin. Sumir eru með væg einkenni einhverfu og geta lifað nokkuð eðlilegu lífi en aðrir þurfa mikla aðstoð og eiga í erfiðleikum með að tjá sig. Þess vegna þurfum við að vera mjög varkár með að stimpla. Scott Alexander geðlæknir og bloggari hefur skrifað mikið um það sem hann kallar taxometrics https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2710982/ Það er að ef við ætlum að reyna að mæla eitthvað sem ekki er hægt að mæla með tölum eða mælikvörðum verður niðurstaðan nánast undantekningarlaust röng. Getur verið að við drögum úr líkum á því að einhver geti bætt sig ef við stimplum þau veik í byrjun? Með því að stimpla getur okkur yfirsést að meta einstaklinginn af verðleikum sínum. Enginn tveir eru eins, allir eru einstakir. Við þurfum að leyfa fólki að njóta vafans stundum og ekki afskrifa það of fljótt. Þegar við flokkum út frá eigin hræðslu gerum við það yfirleitt ranglega.

Hvað hefur þetta með markaðsfræði að gera?
Þessi umræða er gerð til að hugsa dýpra út í hverjum við eigum að treysta, hverjum eigum við að taka mark á, hverjum eigum við að fylgja og svo framvegis.

Hvenær er eitthvað góð hugmynd?
Í seinni hluta þáttarins hringir fólk inn með spurningar. Ég ætla að segja ykkur frá einni spurningunni. Einn maður spyr um ráð varðandi tónlistarvef sem hann er með og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram með eða ekki. Seth Godin segir að það séu tvær spurningar sem hann þurfi að spyrja sig: Hefur einhver í þínu fagi náð þessum árangri frá því sem þeim stað sem þú byrjaðir að því marki sem þú vilt ná? Ef svarið er nei þú vilt vera sá sem ryður brautina. Ef svarið er já þá skaltu spyrja þig þegar þeir/þær/þau voru í byrjunar fasanum hvaða merki voru þar fyrir þá/þær/þau sem gáfu þeim von um að þetta myndi ganga upp?
... Meira...

Er menntun eins og hver önnur vara?

Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin er til sölu eða afnota af einhverju tagi. Fyrirfram hélt ég að önnur lögmál giltu, en hefði samt engin sérstök rök fyrir því í eigin huga.
Áður en ég mætti í fyrsta tímann í Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna hjá Hróbjarti og Magnúsi velti ég því stuttlega fyrir mér hvað við værum að fara að læra á þessu námskeiði. Ég sá á kennsluáætluninni að við ætluðum meðal annars að svara eftirfarandi spurningum: „Hvernig hönnum við og skipuleggjum námskeið eða önnur námstilboð þannig að þau höfði til þeirra sem þau eru skipulögð fyrir? Hvernig náum við til „réttu“ þátttakend-anna? Hvernig er hægt að nota nýja miðla til að ná til þátttakenda?“ (Hróbjartur Árnason og Magnús Pálsson, kennsluáætlun, NAF005F haust 2021). Enn var ég viss um að það færi engin að skipuleggja námskeið, setja saman námsbraut eða stofna skóla nema hafa örugga viðskiptavini. Annað hvort væri sérstaklega óskað eftir fræðslunni af nemendunum, frá atvinnulífinu, að hið opinbera vantaði nám til að tryggja að hægt væri að fullnægja markmiðum eða eitthvað slíkt. Þetta var um það bil það sem var að gutla í höfðinu á mér. Enn var hugsunin frekar grunn og á eins konar floti í hausnum á mér því ég hafði aldrei velt því fyrir mér áður hvort lögmálin væru önnur.
Þá fór ég að reyna að svara spurningunni frá hinu sjónarhorninu. Hvað drífur einhvern áfram í að selja einhverja vöru eða þjónustu. Án þess að vera búin að lesa mikið í fræðunum, held ég að það sé tvennt. Markaðurinn kallar á eitthvað sem þú átt í pokahorninu eða þú ert alveg viss um að vera með eitthvað í þínum fórum sem þú getur miðlað til annarra, annað hvort frá sjálfum þér eða sem milliliður. Sá sem hefur sölu á nýjum gosdrykk hlýtur að luma á rosalegri uppskrift eða vera nokkuð viss um þorsta eða löngun hjá einhverjum hópi og sér þar tækifæri. Þetta hafði ég talið mér trú um og það hefur styrkst með lestrinum í haust. Áfram var spurningin þó opin og ég fór smá saman að sannfærast um að það væri ekki munur á námsframboði og öðru framboði.
Enn eitt sjónarhornið sem ég fór að skoða var eigin reynsla. Af hverju fór ég að bjóða upp á námskeið þar sem ég kenni um hugmyndafræði Uppbyggingar (e. Restitution) og verkfæri og leiðir til að vinna með hana í inni í menntastofnunum? Hvað dreif mig áfram? Í mínu tilviki þá lærði ég um hugmyndafræðina, vann samkvæmt henni, gerðist leiðbeinandi og tók virkan þátt í félagsskap áhugafólks um fræðin áður en ég fór að bjóða upp á námskeið. En hvers vegna? Svarið er líklega tvíþætt, eftirspurnin var og er mikil og ég er viss um að aðrir geti nýtt sér það sem ég hafði lært. Þannig að ef ég ber það saman við gosdrykkjaframleiðandann þá var ég bæði með góða uppskrift í mínum fórum (framboð) og hóp þyrstra tilvonandi neytenda (virk eftirspurn).
Þegar kom að því að mæta í innilotu og byrja að kafa enn frekar í fræðunum, hvað kom í ljós? Ekkert var minnst á sérstöðu náms eða fræðslutilboða samanborið við aðra vöru eða þjónustu sem markaðssett er. Mörg skemmtileg dæmi voru tekin og enginn sérstakur stallur eða eitthvað slíkt fyrir þessa gerð af vöru. Annað kom mér meira á óvart að þekking mín og reynsla af uppbyggingunni mun líklega koma mér mun meira að gagni en ég hafði fyrir fram átt von á. Mikill tími fór í heimspekilegar umræður um vöxt, trúverðugleika, raunverulegt virði og hvernig hver og einn verður að átta sig á því fyrir hvað hann stendur til að geta byggt það upp.
Ég hlakka enn meira til að læra meira um markaðssetningu fræðslutilboða því nú finnst mér markaðsfræði sem jafnvel er að gufa upp sem ein stök fræðigrein enn meira spennandi sem grein tvinnuð inn í félagsfræði, sálfræði og aðrar greinar sem fjalla um hegðun, framkomu og samskipti okkar mannanna.
Í námsbókinni okkar Foundations of Marketing segja höfundarnir, John Fahy og David Jobber meðal annars að menntastofnanir hafi orðið markaðsdrifnar í auknu mæli. Þeir segja samfara samfélagslegum breytingum hafi samkeppni um nemendur aukist. Þeir segja háskóla hafa þurft að skilgreina sig upp á nýtt, búa til vörumerki og fara í markaðsherferðir og kynningar. Þeir segja skóla hafa farið út í samskonar greiningavinnu og fyrirtæki við að bera kennsl á væntanlega viðskiptavini og þeir hafi breytt þjálfun fyrir þjónustu í þeim tilgangi að breyta fyrirspurnum í sölu (2019:13). Þarna er menntun bara tekin sem dæmi eins og hvert annað fyrirbæri.
Ætli mitt ævistarf, kennsla og miðlun þekkingar, sé hvorki nokkuð merkilegri né ómerkilegri en hver önnur vara eða þjónusta. Markaðsfræði er markaðsfræði og ég hlakka til að kynnast nánar þeim lögmálum sem gilda þegar kemur að þessari hlið mannlegs eðlist því þetta eru víst engin geimvísindi heldur endalaus spírall þar sem við kynnumst nánar hegðun út frá framboði, eftirspurn, trúverðugleika, virði, tengslum, gæðum, vexti, samkeppni, vali, vörum, staðsetningu, menningu, ferlum, aðgengi og upplifun svo eitthvað sé nefnt.... Meira...

Hvers ,,virði“ er ég?

My value is not determined by what people think about me. – FS News Online

Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég hef lítið velt fyrir mér markaðsmálum þar til nýlega. Nú er ég að pæla í öllu því sem ég sé í kringum mig, auglýsingum í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum, í útvarpi, í bæklingum og annars staðar. Ég er að velta fyrir mér virði vörumerkja og fyrirtækja. Ég hef ekki mikið velt fyrir mér sögu merkja og þeim hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra og hafa leitt þau á þann stað sem þau eru á í dag eða vinnunni sem liggur að baki merkis. Núna mun ég pæla meira í þessu, sérstaklega kjarnavirði fyrirtækja og vörumerkja, hver gildi þeirra eru og hvað þau gera til þess að framfylgja þeim. Hugsun mín er orðin gagnrýnni gagnvart auglýsingum og nú allt í einu sé ég hvað sumar auglýsingar eða slagorð eru frábær en önnur bara alls ekki.
... Meira...

Seth Godin – The MCM eða lágmarkið

The minimum critical mass – lágmarksvinsældir Critical mass refers to the size a company needs to reach in order to efficiently and competitively participate in the market. This is also the size a company must attain in order to sustain growth and efficiency – hagkvæmni Nú erum við allar búnar að stofna fyrirtæki og gera markaðsáætlun en til að fyrirtækin okkar nái árangri þá þarf að ná til markaðarins og ná athygli áhrifavalda. Seth Goden bloggaði um daginn um „The minimum critical mass“ þar sem hann fjallar um hvernig við eigum að ná til réttu aðilanna og rétta fjöldans til að fyrirtækin okkar fari að blómstra. Um leið og rétta fólkið og réttur fjöldi er búinn að taka eftir nýja fyrirtækinu þínu fara hjólin að snúast. Um leið og rétti hópurinn er farinn að tala um fyrirtækið þitt við rétta fólkið fer salan af stað. Um leið og viðskiptavinir okkar fara að mæla með okkar fyrirtæki þá þarf ekki lengur að auglýsa og salan margfaldast.  Samt er staðreynd að flestir markaðsfræðingar eru að blekkja sjálfan sig.  Þeir ímynda sér að sölumarkmiðið sé alveg að nást en í raun er það í órafjarlægð. Því staðreyndin er sú að markaðstarf er eins og lekur bátur þú þarft stanslaust að vera að „ausa bátinn“ til að halda þér á floti.   Erfiðasti hluti markaðsstarfsins er að fá fylgendur á þína heimsíðu.  Í markaðsfræðinni er þetta kallað Minimum Critical Mass (MCM) og strákarnir í Harvard sem stofnuðu Facebook 2004 þurftu bara 100 notendur í byrjun til að Facebook færi á flug um heiminn og í dag eru um 1600 milljónir virkir notendur. Þessi hluti er erfiðastur þ.e. að finna rétta fólkið sem hefur áhrif og mun veita okkur brautargengi í markaðssetningunni.... Meira...

Til hvers að blogga?

Ég tók að mér það þátttökuverkefni að blogga um flipboard og útbúa sérstakt svæði þar sem ég safnaði áhugaverðu efni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Bloggin urðu kannski ekki eins mörg og væntingar stóðu til upphafi. En mikið var lesið og skoðað. Flipboard fnnst mér spennandi vettvangur til að safna saman tenglum með áhugaverðu efni. Minnir örlítið á pinterest nema með áhugaverðum greinum. En til hvers að blogga? Sjálfri þótti mér erfitt að byrja en þegar maður var komin af stað varð verkefnið viðráðanlegra. Blogg er ágætisleið til að tileinka sér það efni með því að draga það saman og miðla því til annarra og tengja saman mismunandi greinar sem maður er að lesa. Reyna að sjá stærra samhengi. Fyrir mér snýst nám að miklu leyti um þetta og því var bloggið góður vettvangur til að tileinka mér það efni sem ég var að skoða hverju sinni. Ég myndi mæla með því að fólk myndi prófa þennan vettvang, það er aldrei að vita nema í þér blundi stjörnubloggari!... Meira...

Er markaðurinn landamæralaus

  Er markaðurinn landamæralaus ……Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér og skoða já og lesið örlítið um núna síðustu daga  er landamæralaus markaður hvernig og hvort hann sé það í raun. Svo kemur þessi svaka auglýsing inn á tölvuna mína algerlega óumbeðin og gýn yfir mér og segir mér að það sé núna í nótt sem þetta byrjar (11/11). Vertu klár í slaginn það er „Singles day“  þar sem netverslun nær hámarki og hægt að gera reyfara kaup „keyptu allar jólagjafirnar og njóttu svo aðventunnar“ þetta er innhald auglýsingarinnar. Ég sem nýt aðventunnar með því að kaupa jólagjafir. Í dag er umhverfi okkar síbreytilegt og flókið. Markaðurinn er flókinn og miklar tækninýungar hafa rutt sér til rúms s.s innternetið og snjallsímar Það er alveg óhættt að segja að markaðurinn sé landamæralaus hvað varðar kaup fólks á vörum og það er mjög hröð þróun í þá átt að fólk kaupi vörur á netinu út um allann heim. Meira segja mamma 81. árs  er að kaupa frá Kína einhverja kjóla. Hvernig fara fyrirtæki að því að vera „Inni“ í bransanum sýnileg og áhugaverð. Frumskógur netsins er þéttur, stór og alveg með ólíkindum hversu mikið magn af upplýsingum er þar á ferð og flugi og erfitt getur verið að komast inn eða vera skoðaður. Nýta fyrirtæki sér fræðilega kenningar í markaðsettningu, hvernig er það gert. Þetta er svo nýtt fyrir mér að ég fer um víðann völl í leit minni að svörum. Tæknin og möguleikarnir eru miklir og það þarf að skilja þá og auk þess fylgjast með þeim nýjungum sem verða á þessu sviði. Getur þetta því orðið mikil vinna og yfirlega. Tæknibreytingar og þróun sem á sér stað bæði í innra og ytraumhverfi fyrirtækisins er hröð og það þarf að vera á tánum allan tímann alltaf.  Allt snýst þetta um að búa til virði fyrir viðskiptavininn. Þóranna sem bloggar á mannamáli um markaðsettningu segir „Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér“ Á vafri mínu um bækur og netið rakst ég á grein þar sem talað er um þrjár mismunandi leiðir í net markaðsettingu og langar mig að skoða eina þeirra hér. ….Eigin miðlar (e. owned media). Þar er verið að tala um mismunandi miðla á netinu sem fyrirtæki og eða einstaklingar nýta sér, eins og t.d. að hafa eigin vefsíðu, blogga og svo facebook, twitter og LinkedIn. Ég spyr mig hvort að þetta séu áræðan- og trúanlegar leiðir til að koma t.d námskeiðum á framfæri. Allt fer það sjálfsagt eftir eðli þess sem verið er að koma á framfæri. Ávinningur eigin miðla er samt sá að við getum stjórnað hvað fer inn og hvernig það er gert. Getur verið skilvirkt þegar kemur að kostnaði þó getur umfangið orðið það mikið við að halda miðlinum og uppfæra hann. Þóranna talar um í sínum pistlum að í dag snúist markaðsettning meira um að vera til staðar þegar fólk er að leita að einhverju sem þú ert að bjóða uppá. Áður var þetta meira um um að grípa fólk. Mitt mat er að þetta er að mörgu leiti rétt og þá álygtun dreg ég bara út frá sjálfri mér þegar ég er að leita einhvers sem mig langar að gera eða langar í fer ég á netið og skoða hvað er í boði. Í dag vill ekki fólk láta ýta hlutum að sér, það vill finna þá sjálft. Þóranna talar um að við séum að færast frá outbond marketing yfir í inbound marketing. Miðlarnir sýna hvað er í boði og það er því nauðsynlegt að vera til staðar þar. Þóranna bætir svo við  og segir „ efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það. Markaðssettning snýst um að byggja upp samband – samband sem leiðir m.a. til viðskipta“ Það má kalla þetta efnismarkaðsettningu (e. content marketing) það er að miðla efni sem höfðar til þess markhóps sem ætlunin er að ná í á áhrifaríkan hátt. Þannig er hægt að nota efnið markvist til að byggja upp samband við væntanlega viðskiptavini. Það sem að mínu mati er jákvætt við þetta er að þetta kostar ekki mikla peninga, töluverð vinna getur þó legið í þesskonar vinnu. Niðurstaða mín eftir þessar hugleiðingar er að markaðurinn er landamæralaus. Hægt er að vafra um netsíður frá ólíkum löndum og menningarheimum finna það sem manni vantar og kaupa. Þetta er auðvitað voða gott en eftir situr að það getur verið erfitt að vera sýnilegur í þessum frumskógi... Meira...

Be readable, be believable

…. Svo segir í inngangi á kafla tíu í bókinni Beyond free Coffee & Donuts sem heitir Putting it all Together eða að setja allt saman. Höfundar bókarinnar eru Sophie Oberstein og Jan Alleman eru reynsluboltar þegar kemur að markðasetningu, Oberstein er fyrrverandi kennari og Alleman er með langa reynslu af markaðssetningu. Markmið bókarinnar er að kenna árangursríka markaðssetningu þar sem eru leiðbeiningar um það hvernig á að fylla námskeiðin með rétta þátttakendur. https://www.flickr.com/photos/tenaciousme/8777910107 Það skiptir ekki máli að maður sé sérfræðingur í markaðssetningu eftir lestur þessarar bókar segja höfundar heldur skiptir máli að hafa náð grunninum og réttar aðferðir. Markaðsetning er þjálfun og reynsla segja þær. Það sem lestur þessarar bókar að að gefa manni er sett upp í lista sem ég ætla að taka út það sem mér fannst skipta máli.
  • Það er ekki hægt að hundsa það hlutverk sem markaðurinn er, það þarf að láta vita af sér til þess að fá viðskipti
  • Þú þarft að komast að því hvernig þú nærð athygli markhópsins, því ef það tekst ekki þá getur vel skipulögð markaðsáætlun misst marks
  • Það þarf að tryggja hlutdeild á markaði með því að vera með tilboð sem laðar að viðskiptavini ef það tekst ekki getur markaðssetningin orðið tilgangslaus.
  • Leggðu þig fram við að skilja þarfir viðskiptavinarins og bjóddu honum það sem uppfyllir þær. Aðskildu það sem er skemmtinlegt að læra frá því sem er nauðsynlegt að læra fyrir viðskiptavininn
  • Þegar þú ert að markaðsetja, nýttu það sem vel fer og slepptu því sem virkar ekki. Taktu eftir því hver viðbrögð viðskiptavina eru og reyndu að bregðast við þeim
  • Notaðu þá tækni sem er í boði í hvert sinn og það sem gerir það að verkum að þú náir til þess markhóps sem þú vilt hafa á námskeiðinu þínu.
  • Tileinkaðu þér grunn þekkingu á tæknimálumColorful donuts
Þetta er listi sem er nánast að finna flestum þeim bókum sem ég hef verið að blaða í tengslum við námskeiðið. Það held ég að allir eru sammála um að góð markaðssetning skiptir miklu máli og greining á þeim markaði sem stefnt er á. Það þarf að vera stöðugt á tánum gagnvart markaðinum og vera viðbúin síbreytilegum markaði.  ... Meira...

Flipboard 4 – tímasetning innleggja á samfélagsmiðlum og sjö algeng mistök.

Nú er ég farin að venjast  flipboard og skilja aðeins hvernig það virkar. Best að passa sig að drukkna ekki í öllu efninu en nýta þetta alltsaman til gagns í náminu. Ég er farin að sjá fyrir mér að flipboard sé komið til að vera í mínu lífi. Ég fann áhugverða bloggfærslu á www.branex.ae eftir Yousuf Rafi um hvenær sé best að birta færslur á Twitter, Instagram og Facebook.  Höfundur heldur því fram að tímasetningar markaðssókna á samfélagsmiðlum skipti miklu máli. Til þess að vita hvað virki best þarf að þekkja markhópinn og hvernig hann hegðar sér. Samkvæmt höfundi er best að pósta á Facebook eftir hádegi á fimmtudögum og föstudögum áður en vinnudegi líkur. Þá fer fólk að ókyrrast í vinnunni og vill tékka á afþreyingu fyrir helgina. Á Instagram er mest umferð seinnipartinn á mánudögum aðallega þar sem mikið af fyrirtækjum setja inn efni á þeim tíma. Á Pinterest eru flestir snemma á laugardögum. Pinterest er miðill sem felstir nota í aflsöppun yfir kaffibolla meðan þeir velta fyrir sér innkaupum eða innréttingum heimilisins. Twitter virkar best eftir hádegi virka daga, meðan fyrirtæki eru opin. Mikið getur þó haft áhrif á þetta og verður hvert fyrirtæki að útbúa sína strategíu að sögn höfundar. Ef þú selur ullarvörur er haustið þinn tími, föndur er vinsælt í aðdraganda jóla og afþreying selst best undir lok vinnuvikunnar. Að lokum bendir höfundur á að því meira sem fyrirtæki vita um markhópinn sinn þessu markvissari verða markaðsáætlanir þeirra á netinu. Á www.saleshub.ca fjallar Tyler Abbot um sjö ástæður þess að markaðssetning á samfélagsmiðlum skilar ekki tilsetnum árangri. Fyrstu mistökin snúa að því að þekkja ekki markhópinn sinn. Mikilvægt að þekkja markhópinn áður en farið er í markaðsherferð. Í öðru lagi nefnir höfundur ónóga notkun mynda og myndefnis. Myndirnar þurfa að tengjast því sem er verið að markaðssetja og byggja upp traust og áhuga viðskiptavina. Í þriðja lagi þurfa svo kallaðar „læka og deila“ herferðir að vera marvissar. Hvað fær viðskiptavinurinn í staðinn? Hverjar eru líkur á vinningi? Ef þetta er ekki ljóst eru líkur á að herferiðin skili ekki tilætluðum árangri. Í fjórða lagi þarf að huga vel að tímasetningum eins og Yosouf Rafi benti á í sinni færslu. Við þurfum að vita hvenær markhópurinn okkar er á nota samfélagsmiðla. Í fimmta lagi þarf að greina herferðirnar vel, halda utan um alla tölfræði til að sjá hvað virkar. Í sjötta lagi veldur leiðinlegt innihald því að markhópurinn er ekki að virkjast. Samfélagsmiðlar snúast ekki um einhliða samskipti heldur samtal milli viðskiptavina og þeirra sem selja vörur og þjónustu. Í sjöunda og síðasta lagi má fólk ekki setja sér óraunhæfar væntingar. Það tekur tíma að byggja upp samband við viðskiptavini sína á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru hluti af stærra markaðsplani, það á ekki setja allt traust sitt á þá. In the long-term, social platforms increase your brand’s visibility, but social media should not be your only marketing strategy. You are unlikely to attract heaps of new customers right away. Social media is a component of your overall marketing strategy and should run alongside and support all marketing campaigns.  ... Meira...

Námskeiðsvefur